Michael Jackson Michael Jackson … barnaníðingur, geðsjúkur maður, lýtaaðgerðir, freakshow, viðundur, kvenmaður. Þetta eru orð sem fólk hugsar þegar það heyrir nafnið Michael Jackson. Hvort sem það er tónlistin hans eða ótal lýtaaðgerðir … þá er Michael Jackson án efa konungur Poppsins og ein frægasta manneskja allra tíma.

Ég hef verið Michael Jackson fan frá því að ég var um 5 ára gamall, skammaðist mín þó að viðurkenna það þegar ég var yngri, en er stolltur af því í dag. Endalausar umræður hafa verið um þennan mannn og hafa fjölmiðlar lagt þennan mann í einelti. Endalaust verið að snúast um lýtaaðgerðirnar hans og þær ásakanir að hann hefur beitt börnum kynferðislegt ofbeldi. En þó gleymist alltaf eitt þegar verið er að ræða um Michael Jackson…. tónlistin hans.

Jackson byrjaði í tónlistinni mjög ungur og varð aðalstjarnan í hljómsveit með bræðrum sínum, Jackson 5. Það var ekki fyrr en hann fór “sóló” að frægðin hans braust almennilega út.

Fyrsta official solo platan hans (sem ég veit um) er “Off The Wall”. Ég hef aldrei hlustað mikið á hana en hún er svona í miklum disko stíl, enda á þeim tíma, um 1979. Má þar finna smellina “Don't Stop Till You Get Enough”, “Rock WIth You” og “She's Out of My Life”. Ég er ekki alveg nógu kunnugur þessum disk til þess að gefa honum einkun.

Jæja þá liðu 3 ár og gaf MJ út plötuna. Já plötuna segi ég, Jackson hafði alltaf dreymt um að gefa út eða eiga mest selldu solo plötuna og nú átti honum eftir að takast það. 1982 gaf Michael Jackson út aðra og jafnframt bestu plötuna sína, “Thriller”. Lög af þessari plötu heilluðu mig alveg og eiga eftir að hljóma í mínum eyrum í gröfinni. Platan hefur selst í yfir 50 milljónum eintökum og er mest selda solo plata allra tíma. 3 bestu lög Jacksons eru á þessari plötu, Billie Jean, Beat it og Thriller. Einnig eru smellirnir Wanna be Startin' Something og The Girl is Mine á plötunni. Ég gef disknum 6 stjörnur af 5 mögulegum.

Þá liðu heil 5 ár þangað til að MJ gaf aftur út plötu. “Bad” var gefin út árið 1987 og eru margir á því að þetta sé slök plata en að mínu mati er þessi plata/diskur algjör snilld. Á coverinu er karlinn orðinn ansi hvítur og kvenmannslegur, en tónlistin er þó söm. Hvergi að mínu mati er að finna jafnmörg góð lög og á “Bad”. Þar eru að finna lögin Bad, The Way You Make Me Feel, Liberian Girl, Man In the Mirror, I Just Can't Stop Loving You, Dirty Diana og eitt frægasta lag Jacksons, Smooth Criminal. Platan hefur selst í yfir 25 milljónum eintökum. Ég gef disknum 4 stjörnur af 5 mögulegum.

Næsta plata Jacksons var ekki eins góð en þó eru að finna snilldar lög sem ég mun minnast fram á langan aldur. Frægustu lögin á disknum eru Remember the Time, Heal The World, Black Or White, Who Is It, Will You Be There og Dangerous. Tvö síðustu lögin eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Þess má einnig geta að Will You Be There lagið hljómaði í endanum af Free Willy 1 myndinni. Ég gef disknum 4 stjörnur af 5 mögulegum.

History hét næsti diskurinn hans Jacksons. History safnplata, blanda af hans bestu og frægustu lögum ásamt nýjum lögum. Diskur nr 1 eru gömul og góð lög en diskur nr 2 eru ný lög. Þessi nýu lög voru ALGJÖR SNILLD og með bestu lögum hans eru að finna þar. Vil ég þá sérstaklega nefna They Don't Care About Us og Earth Song. Einnig eru Stranger In Moscow og Tabloid Junkie mjög góð lög af disknum. Þess má líka geta að MJ tekur gamalt bítlalag á plötunni og gerir það mjög vel og það lag er Come Together. Um þetta leytið hafði MJ nefnilega keypt höfundarréttinn af bítlalögunum. Ég get nú varla gefið disk nr 1 einkunnagjöf en ég gef disk Nr 2 4 stjörnur af 5 mögulegum.

1997 gaf MJ út næsta disk sinn. Blood On the Dance Floor hét hann. Að mínu mati er þetta hálf kjánalegur diskur hjá honum, en helmingurinn af disknum eru remix-uð gömul lög. Þó er eitt gott nýtt lag á disknum, Ghosts. Ég gef disknum 2,5 stjörnur af 5 mögulegum.

MJ var ekki búinn. Næsti diskur hans var kjánalegustu mistök hans og þá tek ég ekki lýtaaðgerðir og barnamisnotkanir með. Árið 2001 gaf MJ út Invincible. Ég hef nú bara létt gluggað á diskinn en lít ekki mjög stolltum augum á diskinn. Þó átti hann eitt vinsælt lag á disknum og fékk hann Chris Tucker til þess að leika með sér í myndbandinu. Það lag hét You Rock My World og þykir alveg ágætt. Samt sem áður, 1,5 stjönur af 5.

Í fyrra gaf MJ út “Number Ones”. Á disknum má finna smelli sem hafa meikað það á topp 10 listum í bandaríkjunum. Ég veit ekki alveg mjög mikið um diskinn en … tilhvers að gefa út aðra sanfplötu spyr ég bara.


Allavegana… tónlistin var ekki það eina sem MJ hafði. Tónleikar hans vil ég nefna sem eitt af átta undrum jarðar. Sviðsframkoman og ótrúlegir danshæfileikar skar hann úr í poppheiminum. Heillaði hann heiminn um svipað leyti og hann gaf út Thriller, með “Moonwalkið” sem er einsskonar merkið hans, frægasta dansspor hans.
Ég ætlaði á tónleika með honum þegar ég var 9 ára og bjó útí Gautaborg, en flutti 5 dögum fyrir tónleikana … heim til Íslands. Ekki vissi ég að þetta var mitt síðasta tækifæri til þess að sjá manninn performa … finnst það afar líklegt.

Ástæðan að ég er ekki að greina frá lýtaaðgerðum og svona í þessari grein er sú að ég er að nefna það sem Jackson hefur gert gott á ævi sinni, tónlistin aðalega, en hún gleymist oft í umræðunni um Jackson.


Michael jackson … konungur poppsins