Ástæðan fyrir því að ég sendi þessa grein er sú að ég er mikill aðdáandi The Rasmus og mér finnst vanta fullt af staffi um þá.. En ok hér kemur greinin.

The Rasmus er Finnsk hljómsveit og er búin að vera að spila í ein 10 ár. Hún varð ekki fræg utan Finnlands fyrr en lagið “In The Shadows” kom út (árið 2002-2003) og núna eru þeir búnir að gefa út annað lag/myndband sem heitir “The first day of my life”.
Þeir gáfu út sína fyrstu plötu árið 1996 en þá voru þeir búnir að vera að spila í um 2 ár í Finnlandi. Sú plata hét “Peep”.
Næsta plata sem þeir gáfu út hét “Playboys”, sú þriðja “Hell of a Tester”, þessi fjórða “Hell of a collection”, fimmta hét “Into” og þessi nýjasta heitir “Dead Letters”. Þetta eru plöturnar að frátöldum smáskífunum.
Meðlimirnir eru 4 og heita Lauri - söngvari og songwriter (er ekki með íslenska orðið 100%), Aki – trommarinn, Eero – bassaleikari og bakrödd og Pauli – gítarleikari.
Eero og Lauri eru búnir að vera nánir vinir síðan í þriðja bekk í barnaskóla. Pauli kynntist þeim fyrst í menntaskóla, og þeir þrír voru mikið saman.
Snemma árið 1994 stofnuðu þeir hljómsveitina Rasmus og þá var Janne trommuleikari.
Þeir ákváðu að búa til sína eigin tónlist eftir fyrstu tónleikana sína, sem voru haldnir í menntaskólanum þeirra í Helsinki, en þá voru þeir kallaðir Sputnik, seinna var því svo breytt í Anttila en svo loksins í Rasmus. Nafnið Rasmus tóku þeir frá orðinu trashmosh.
Árið 1995 fékk hljómsveitin að kynnast Teja Kotilainen, sem seinna varð framkvæmdarstjórinn þeirra (manager), sem sá þá á ‘Oranssi Klubi’ og bað þá um að taka upp nokkur af sínum lögum.
Árið 1996 var fyrsti diskurinn þeirra, Peep, var ekki lengi að ná miklum vinsældum, og draumar þeirra allra um að verða stjörnur var um það bil að rætast.
Þeir fóru í tónleikaferð um Finnland til að kynna Peep og á því sama ári héldu þeir um/yfir 100 tónleika!
Stuttu eftir þetta fóru strákarnir að taka upp næstu plötu “Playboys”. Hún var ekki heldur lengi að ná miklum vinsældum. Núna voru strákarnir orðnir mjög fræg hljómsveit í Finnlandi.
Snemma eftir þetta nældu þeir sér í sín fyrstu Grammy verðlaun (The Finnish Grammy – kallað Emma þar), í flokknum “Vinsælustu nýliðarnir”. Eftir það fengu þeir að vera í þáttum með Rancid, Red Hot Chili Peppers og Garbage.
Árið 1999 kom þriðji diskurinn út ‘Hell of a Tester’ og smáskífan ‘Liquid’, sem fékk verðlaun fyrir bestu smáskífu ársins.
Í nóvember árið 2000 kom Aki í hljómsveitina eftir að Janne trommuleikari hafði hætt. Þá gáfu þeir út fjórða diskinn ‘Into’ sem tekinn var upp í Stokkhólmi og átti að verða gefin út í allri Skandinavíu og í Þýskalandi.
Árið 2001 var hljómsveitin tilbúin til að slá rækilega í gegn! Þá komu þeir með ‘single-ið’
‘F-F-F-Falling’ sem náðu mjög miklum vinsældum þar. Þegar þeir voru búnir að gefa út þetta lag skiptu þeir um útgáfufyrirtæki og í kjölfarið breyttist nafn hljómsveitarinnar frá Rasmus í The Rasmus en var oft ruglað við sænska DJ Rasmus. Þeir urðu svo frægir eftir F-F-F-Falling að þeir voru beðnir um að syngja í hverri einustu stóru veislu í Finnlandi… næstum því.
Eftir þessa frábæru tíma í Finnlandi urðu þeir frægir um mest alla Evrópu og voru í viðtölum og sjónvarpsþáttum.
Þeir fóru í tónleikaferðalag um Evrópu og fóru með spænska rokkbandinu Dover til Ítalíu til að spila ‘live’ í sjónvarpi og veita viðtöl. Svo flugu þeir í flýti aftur til Finnlands til að vera viðstaddir Finnsku Grammy verðlaunin, til að flytja lag og fá verðlaun fyrir: Bestu hljómsveitina, Besta ‘single-ið’ (F-F-F-Falling) og fyrir bestu rokk/popp hljómsveit ársins.

Þetta var nú það sem ég taldi gaman að vita. Vona að ykkur hafi ekki leiðst við að lesa þetta og vona einnig að þetta hafi ekki verið of langdregið. Fyrirgefið allar stafsetningavillur og svoleiðis því að ég þurfti að þýða þetta af ensku yfir á íslensku..

“When you sit on a tour bus smelling like hell, telling the worst jokes and still feeling comfortable you know that you're in the right place” – Bass player Eero, December 2002

Heimildir: www.therasmus-shadows.tk
-Arkano