Ég fór að pæla í lögum og textum sem samin eru af popp hljómsveitum og auðvitað öðrum hljómsveitum. Þegar þú hlustar á rólega tónlist ertu miklu meðvitaðri um hvað lögin fjalla en tónlist sem þér er alveg sama hvað er sagt, heldur villt bara dansa við það því það er svo fínn taktur í því.

En ég var að hlusta á hljómsveitina Busted um daginn (þrátt fyrir það að ég er ekki mikið gefin fyrir þannig lög) og var að reyna að hlusta hvað textarnir fjölluðu um, og ég fann út úr því að þetta er ekki slæmir textar heldur bara frekar fyndnir. Fyrsta lagið fjallar um það að það er strákur sem er að dúlla sér með kennaranum sínum sem er 33 ára og hvað hann er heppin að fera með svo flottri konu. Annað lag sem mér finnst lang fyndnast er þegar strákur er að stolka Britney og lýsir því svo nákvæmlega hvernig hann finnur allt um hana, hvað þau eiga að vera saman og síðan syngja þeir brott úr lögum hennar eins og drive me crazy, not a girl not yet a woman, þetta er algjör snild. Síðasta lagið á disknum er framhaldið af því fyrsta, þetta með kennaranum, núna er hann bara að lýsa því hvað hann er mikill auli og engin veit hvað hann gerir eftir skóla eða hvað áhugamálin hans eru því hann má ekkert segja að hann býr hjá kennaranum. Þessi diskur er algjör snild, það eru fleiri svona lög en ég bara mann ekki eftir þeim í augna blikinu.

Það eru mörg lög sem eru með hræðilegum textum en aftur á móti geðveikt grípandi og manni langar að hlusta á það aftur þrátt fyrir það að það meikar engan sense… síðan er auðvitað hin tegundin textin scinld en lagið í frekari slappari kanntinum…
Það er frábært lag í spilun í útvarpinu núna sem ég man ekki hvað heitir en ég man brot úr því “fuck you u hore I dont want you back” sem er frekar leiðinlegur texti þannig séð…. en æðislegt lag… alveg dýrka það.

Mig langaði bara að koma þessu á fram færi og deila þessu með ykkur… Og spyrja hvað ykkur finnst???

Dreymandi