Myndbandið "Toxic" Vanalega skrifa ég ekki greinar um myndbönd en ég bara verð að gera það þetta skipti enda brjálæðislega gott myndband : )

“Toxic” er annað myndband hennar Britney Spears frá plötunni “In The Zone”, sem gerir það sautjánda myndband sem hún hefur gert ef ég man rétt. Mörg skemmtileg myndbönd sem hún hefur gert og eru þemurnar í þeim oft mjög skemmtilegar, farið alveg frá því að vera skólastelpa og í það að vera drottning plánetunnar Mars. Og nú er komið að því að hún verði illmenni í myndbandinu “Toxic”. Þetta er án efa besta myndband sem hún hefur gert og mun ég nú aðeins fjalla um það…

Í myndbandinu þá er Britney einhverskona blanda af vondri ofurhetju og njósnara, og það á að skeð í Evrópskum borgum í framtíðinni (t.d. París). En hlutverk hennar er að finna “eitrið” og ætlar hún ekki að leyfa neinum að stöðva sig, og virðist vera mikil þráhyggja hjá henni að ljúka verkefninu. Hún fer í þrjú mismunandi dulargervi í myndbandinu, þau eru ljóshærða flugfreyjan, rauðhærða gellan í svörtu leðurfötunum og svo svarthærða tíkin.

Fyrst er hún ljóshærða flugfreyjan en þar er hún í þotu í þeim tilgangi að ná lykli af farþega sem að gengur að öryggisgeymslunni í “Toxic verksmiðjunni” í París. Fyrst er þetta rosalega nördalegur gaur en auðvitað er það bara gríma sem hún tekur af og þá er kominn rosalega flottur gaur, hún kyssir hann og nær vissu valdi yfir honum á meðan og nær þannig að taka lykilinn án þess að hann tekur eftir.

Næst er hún rauðhærða gellan, en þá er hún að ferðast um borgina París á mótorhjóli með félaga sínum. Sprengir upp dyrnar inn í verksmiðjuna og gengur inn í gegnum eldinn og opnar svo öryggisdyrnar með lyklinum, nær “eitrinu” en lendir í laser-öryggiskerfi á leiðinni út og dansar sig í gegnum það sem er rosa flott atriði. En á meðan hún er að gera það þá fær hún svona “flash back” um fyrrverandi kærasta sinn vera að halda framhjá sér.

Síðan í endanum er hún orðin svarthærða tíkin en hún klifrar upp blokkina þar sem hennar fyrrverandi á heima og er auðvitað með eitrið á sér. Stekkur inn í íbúðina hans og ýtir honum á rúmið og byrjar að kyssa hann til þess að ná honum á sitt vald, og hann verður alveg dofinn og með hálfopinn munninn en þá tekur hún eitrið og hellir því upp í hann. Hann deyr og hún hleypur burt og stekkur af svölunum.

Annars á milli þessara atriða þá er sýnt smá af henni syngja á meðan hún klæðist ekki neinu nema demöntum, og hún er auðvitað rosalega falleg í þessu atriði : )

Hljómar kannski dálítið skrýtið en maður verður eiginlega að sjá það bara til þess að átta sig á því, hvet alla til þess að fylgjast með popptíví/Mtv næstu daga því það á að fara í spilun í Evrópu næstu daga held ég.

Nokkrir punktar…

* Joseph Kahn leikstýrði myndbandinu, en þetta er í annað myndbandið sem hann leikstýrir fyrir Britney en hitt myndbandið heitir “Stronger” og er að mínu mati næst besta myndbandið hennar á eftir “Toxic”. Joseph leikstýrði einnig kvikmyndinni “Torque”.

* Félagi hennar á mótorhjólinu er módel sem að heitir Tyson.

* Sá sem leikur nördinn í flugvélinni heitir Patrick, sá flottari heitir Matt Felker.

* Martin Henderson leikur fyrrverandi kærasta hennar en flestir þekkja hann líklega úr “The Ring”, en hann lék einnig í “Torgue”.

* Þetta er dýrasta myndband sem að Britney hefur gert.

* Brian Friedman sá um danssporin, en hann hefur ekki unnið með Britney síðan hún gerði “Baby One More Time”.