Ein athyglisverðasta poppsveit siðustu ára er hin breska Sugababes. Hér er á ferðinni kvennapoppsveit frá Bretlandi sem hefur náð að snúa lögmálum um þess háttar tónlist á haus með nýstárlegum tökum á þeirri eðlulist. Plata þeirra frá 2002, “Angels with dirty faces” var t.a.m af mörgum talin ein allra besta poppplata þess árs og þar sýndi sveitin og sannaði að þetta var “alvöru”. Og ólíkt svo mörgum í hinum hraða heimi poppbransans eru meðlimir, sem eru enn undir tvítugu, með puttana í öllu sem við kemur hljómsveitinni, veri það lagasmíðar, upptökur eða ímyndarvinna.
Sugababes munu halda tónleika í Laugardalshöll 8.apríl næstkomandi en Sugababes þykja kröftugar á tónleikum-stanslaus poppveisla fyrir augu sem eyru þar sem allt er gefið!
Sveitina stofnuðu þrjár æskuvinkonur þegær þær voru táningar en fyrsta platan, “One touch” kom út þegær þær voru sextán ára, árið 2000. Stöllurnar voru allar forfallnir áhugamenn
um popptónlist og má greina áhrif frá Madonnu,TLC, Aalyuh á þessari fyrstu afurð. En það sem gerir það að verkum að Sugababes er af mörgum talin skrefi framar en verksmiðjusveitirnar er að ofan á þetta hrúga stelpurnar tilvísunum í rokk “garage”, reggí hip-hop og raftónlist þannig að úr verður sérkennileg en um leið töfrandi blanda.
Angels with dirty faces innsiglaði svo það sem fólk hafði greint á fyrstu plötunni og fyrir stuttu kom út þriðja platan, “Three”. Á meðal vinsælla laga Sugababes eru “Overload”,“freak like me”, “stronger”,“hole in the head” og “too lost in you”(sem heyra má í myndinni Love actually). Breiðskífur þeirra hafa selst í miljónum eintaka.
Miðasala tónleikana hefst í verslunum Skífunnar 3.mars.