Dido Florian Cloud De Bounevialle Armstrong(Dido) fæddist á jóladag 1971 í London. Hún bjó með föður sínum og móður sinni í London.
Dag einn fann hún upp sögu um gælunafnið sitt: “I thought it was strange that I was called after a woman who killed herself in ancient literature. It's great for me now but there's no denying that I hated it. That was just another thing that made me stand out”.
Þegar Dido var lítil fannst henni skemmtilegast að spila tennis og lesa. Þegar hún var 6 ára komst hún inn í The Guildhall School of Music í London og þar lærði hún að spila á píanó og fiðlu.
Unglingsárunum eyddi hún í tónleikaferðalög um UK með klassískum samleikshópi og sem þjónustustúlka á Cafe Flo í Islington.
Þegar hún var 16 ára varð hún alveg gagntekin af jazz söngkonunni Elli Fitzgerald.
Bróðir hennar, Rollo spilar með hljómsveitinni Faithless og fékk Dido að syngja með þeim á plötunum ‘Sunday 8pm’ og Postcards'.
Í kjölfari þessara platna hitti Dido pródúserinn Clive Davis árið 1997.
Honum leist vel á hana og lét hana fá samning við plötufyrirtækið Arista og þau byrjuðu á fyrsta disknum hennar, No Angel.
Þessi diskur kom út árið 1999 í USA og síðan í október 2000 í Bretlandi.
Dido skaust fljótt upp á stjörnuhimininn þegar rapparinn Eminem fékk að nota viðlagið í lagi hennar, Thank You í lagi sínu, Stan.
Þá lék hún líka í myndbandinu við það.
No Angel varð nr. 1 á öllum listum í margar vikur.
Í febrúar 2002 vann dido sem besta breska söngkonan og fyrir besta breska diskinn á Brit Awards 2002.
Það má líka taka fram að Dido samdi lagið Not A Girl, Not Yet A Woman fyrir Britney Spears.

White flag var fysti singullinn sem Dido gaf út í 2 ár, í September 2003. Þrem vikum síðar kom 2 plata hennar, Life for Rent út og fór beint í sæti nr.1.
Life for Rent seldist í meira en 152,000 eintökum strax fyrsta daginn og í 350,000 eintökum fyrstu vikuna.
Dido bíður greinilega björt framtíð og það verður gaman að heyra frá henni í framtíðinni.