Nýji diskurinn...Nýtt upphaf með Írafári. Jæja þá er kominn út nýr diskur með Írafári. Fyrsti diskur þeirra Allt sem ég sé varð gífurlega vinsæll, og búast eflaust margir við slíkum vinsældum aftur.
En hljómsveitin hefur verið mjög hógvær í sambandi við þetta og segist alls ekki búast við svona aftur.

En ok þau voru að gefa út nýjan disk Nýtt upphaf heitir hann og heitir eitt lagið á disknum það.

Fyrsta lagið heitir Stel frá þér. Það byrjar frekar rólega en svo koma svona aðeins “fjörugri” kaflar.
Mér finnst það frekar flott og skemmtilegt.

Annað lagið heitir Fáum aldrei nóg og hefur það verið í spilun á mörgum útvarpstöðum þó örugglega mest á FM957, og svo er líka búið að gera myndband við það.Ágætt lag.

Lag númer 3 heitir Nýtt upphaf, titillag plötunnar.
Bara svona týpískt Írafár lag(ekkert voða ólikt sumum fyrri lögum þeirra.)

Fjórða lagið Því ertu hér svolítð eins og fyrsta lagið ,ég meina rólegur kafli, svo kemur svona rokk kafli og svo bara svona fjörugt…rólegt og svo framvegis…
Ekki slæmt lag….

Lag númer 5 heitir Aldrei mun ég og var byrjað að spila það í sumar og var frekar vinsælt…Ætla ekki að fara að segja frá því …það hafa örugglega allir heyrt það.

Sjötta lagið heitir Annan dag og það syngur Vignir. Fínt lag!!

Sjöunda lagið heitir Ég og þú. Frekar rólegt lag, minnti mig rosalega á eitthvað Disney lag ..humm…en samt fínt lag.

Áttunda lagið Brottnumin…æji bara svona ágætt lag…ekki rólegt og ekki svaka fjörugt..

Níunda lagið Alla leið Fjörugt og skemmtilegt lag..

Tíunda lagið heitir Ef,ef og Vignir syngur þetta lag..Skemmtilegasta lagið sem Vignir hefur sungið af lögunum sem hafa komið út frá þeim, fínt lag…

Ellefta lagið heitir Í annan heim, og er samið og sungið af Birgittu. Þetta er fyrsta lagið sem að hún hefur samið OG hefur komið út á plötunum þeirra. Hún samdi þetta þegar hún var úti í Orlando og amma hennar dó. Mér finnst þetta fín frumraun hjá henni, þetta er bara ansi fínt lag:)

Jæja, ég vona að þið sofnið ekki við að lesa þessa runu,en svoan í heildina er þetta bara vel heppnaður diskur og er ekkert lélegri en hinn…

Og svo þið sem hlustið alls ekki á Íráfár og fílið þau alls ekki, ekki fara að segja eitthvað leiðinlegt…