Það var snemma árs 2002 að ég heyrði fyrst í Alizée. Ég var við nám á Írlandi og var að horfa á útsendingu frá World Music Awards, sem er verðlaunahátíð þar sem þeir tónlistarmenn sem selja flestar plötur fá viðurkenningu.

Mest seldi franski tónlistarmaðurinn performaði á hátíðinni og reyndist vera unglingsstelpa sem söng í sífellu “Lolita…Lolita”. Verandi áhugamaður um góða popptónlist og lólítur fór ég á stúfana af kynna mér þessa stúlku nánar.

Innreið hennar á hinn engilsaxneska markað var nýhafin eftir að hafa vermt efstu sæti vinsældarlista frá Spáni til Rússlands og var smáskífan “Moi…Lolita” að hanga inn á topp 30. Ég fann því þessa smáskífu og breiðskífuna “Gourmandises” í HMV búðinni.

Lögin eru öll eftir Laurent Boutonnat og Myléne Farmer og eru flest afbragðs lagasmíðar. Nútíma stelpupopp með sterkar rætur í sixties poppi þeirra frakka. Alizée er afbragðs söngkona, söngstíllinn er alveg laus við alla stæla og fléttur. Hún hljómar einhvernveginn heiðarleg og saklaus (enda bara 15 er Gourmandises var tekin upp).

Gert er út á kynþokka Alizée í myndbandinu við “Moi…Lolita” en að öðru leyti er hún tiltölulega siðsöm en samt soldið “suggestive”, allar myndir á “Gourmandises” er oflýstar og umslagið að mörgu leyti misheppnað.

Svo líður tíminn og ég var hættur að bíða eftir nýrri Alizée plötur. Svo var ég einn sunnudag af sötra bjór og horfa á enska boltan á Búálfinum. Þá kemur í leikhléi nýtt myndband með Alizée. Ég var því fljótur til að panta diskinn frá Amazon.

Nýja platan “Mes Courants Electrigues” er hlaðin sama eðalpoppinu frá Boutonnat og Farmer. Nú er mun meira lagt í upptökur og framleiðslu, allt hljómar mun betur en á “Gourmandises” en í staðinn tapast aðeins sakleysið og gleðin sem þar ríkti. Nú syngur Alizée einnig nokkur lög á ensku og tekst ágætlega til.

Umslagið á “Mes Courants Electrigues” er vel hannað. Margar myndir af Alizée í ótrúlega stuttum matrósakjól, bakgrunnur er köflóttur og er tilvísun í fyrrnefnt sixties frakkapopp þar sem Boutonnat og Farmer eiga sínar rætur, og svo risavaxinn háhælaskór???

Alizée er talsvert á skjön við amerísku poppstelpurnar sem ráða ríkjum í dag. Lögin, söngstíllinn og útlitið virka soldið gamaldags. En það er bara cool, Alizée er poppprinsessa Evrópu og Evrópa hefur alltaf verið íhaldsöm miðar við Ameríkuna. Enda hafa vinsældir hennar verið langmestar á meginlandinu.