"Me Against The Music" Nýrrar plötu með Britney Spears hefur eflaust verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, sú bið er nú senn á enda.

Nýja Platan
Samkvæmt britney.com þá mun nýja platan koma út 18 nóvember 2003 og ber hún heitið “Get In The Zone”. Fyrsta lagið heitir “Me Against The Music” og mun Britney flytja það ásamt Madonnu. Lagið fer í almenna spilun í útvarpi innan nokkurra vikna. Myndbandið verður svo frumsýnt 18. október í þættinum ‘Making The Video’ á MTV.

Me Against The Music
Britney hefur þegar flutt lagið á sviði, en það var 4. September á oppnunarhátíð NFL, eða ameríska fótboltans. Þar flutti hún Me Against The Music, Slave 4 U og baby One More Time (áhugasamir geta náð í atriðið á http://www.britneyspears.org).

Ímyndin
Allir muna eftir koss Britney og Madonnu á VMA verðlauna-hátíðinni, um helgina kom hún fram á ‘supprise’ tónleikum í Las Vegas þar sem hún, samkvæmt heimildum, kyssti einn kvenkyns meðdansara, og var bolurinn síðan rifinn af henni af kvenkyns dönsurum og á dögunum kom út blaðið Rolling Stones (US) þar sem myndir birtust af Britney frekar fáklæddri, svo ég held við getum öll verið sammála um að saklausa ýmind Britney er farin.

En merkið 18. nóvember vel inn á dagatalið ykkar, því þá kaupa allir Get In The Zone!