“Auðvitað verð ég stundum svoldið hrædd um hann Brand minn” segir Ninnie sem er móðir stórstjörnunnar Brands Enni.

“Við búum svo langt frá öllu að í hvert sinn sem hann treður upp eða þarf að fara í hljóðver fer hann burt.”
En bæði hún og faðirinn, Helgi treysta því að Brandur sé skynsamur strákur sem geti fótað sig í heimi frægðarinnar.

Brandur býr ásamt fjölskyldu sinni í smábænum Tvíæringi á Suðurey. Drengurinn á ekki langt að sækja náðargáfunna því öll fjölskyldan vinnur saman að tónlist í lúðrasveit bæjarins þó að Brandur spili eðlilega lítið með þeim þessa daganna. Einnig er stóri bróðir hans Tróndur eitthvað að slaka á í lúðrasveitinni líka en að er við framhaldsnám í tónlist í Þórshöfn.

(c/p byrjar)
Allt Um Brand!
Fullt nafn: Brandur Helgason Enni
Fæddur: 15. apríl 1989
Býr: Hjá foreldrum sínum Ninnie og Helga í Tvíæringi
Uppáhalds tónlist: Popp, Klassík og pop/rock
Fyrirmyndir: Shakira og Tom Jones
Hljóðfæri: Röddin, blásturshljóðfæri og píanó.
Heimasíða: www.brandur.com
(c/p endar)

Þegar hafa selst 5000 eintök af plötunni hans Brands í Færeyjum og hafa menn ekki séð slíkar sölutölur þar áður enda eru Færeyingar bara 45.000. Eftir að vera búinn að rokka Ísland og slá í gegn hjá mestmegnis kvenkyninu (mér finnst hann vera lélegur píkupoppari) ætlar Brandur að slá í gegn í Danmörku. Þar kom smáskífan hans Waiting In The Moonlight út 19. febrúar og stóra platan fyrlgir svo eftir í þessum mánuði.

En Brandur ætlar ekki að láta sér nægja að slá í gegn á Norðurlöndunum og stefnir á heimsyfirráð. Hann stígur stórt skref í þá átt í sumar þegar hann mun syngja þjóðsöngva Færeyinga og Þjóðverja fyrir leik þeirra í knattspyrnu sem sýndur verður í beinni útsendingu í Þýskalandi. Er það von hans að það verði stökkpallur inn í hjörtu Þjóðverja og seinna allra Evrópumanna.

Er hann var spurður um hvort að hann væri eitthvað að spá í kvennamálum sagðist hann einmitt vera að deita færeyska mær núna. Hann vildi ekki segja hvað hún héti.