Avril Lavigne í Rolling Stone Magazine Ég var að lesa grein um Avril Lavigne um daginn sem birtist í bandaríska tímaritinu Rolling Stone Magazine. Þar var meðal annars viðtal við telpuna og þá loksins fær maður á hreint, hverjir eru á bakvið hennar tónlist. Jú, auðvitað kemur Avril Lavigne að þessu öllu saman en staðfest er að gengið Matrix var fengið til að skrifa lögin með henni. Hún vildi fyrst og fremst hafa plötuna alla fulla af sterkum og háum gítarsándum eins og eru í Losing Grip og Unwanted en það var ekki leyft. Sagði Arista (plötufyrirtækið hennar) að það þyrfti að vera eitthvað popp á plötunni, annars myndi hún bara ekki seljast.

Já, eins og ég sagði áðan var Matrix gengið fengið til að semja með henni. Gegn vilja hennar en það var eitthvað sem hún varð að sætta sig við, annars bara færi samningurinn um þúfur. Matrix samdi fimm af lögunum á plötunni, þ.á.m. hittarana þrjá, Complicated, Sk8er Boi og I’m With You. Avril fékk aðeins að koma að lögunum, þar sem kannski breytti einu og einu orði. T.d. í Complicated þá breytti hún „take off you stupid clothes“ í „take off your preppy clothes.“

Í greininni stóð líka að platan hefði átt að heita Anything But Ordinary, eins og eitt af lögunum á plötunni sem Matrix samdi en Avril vildi það ekki og barðist á móti því og fékk að láta plötuna heita Let Go. Reyndar átti Anything But Ordinary að verða fjórða smáskífan en Avril tók það ekki í mál og fékk fólk til að samþykkja að Losing Grip yrði næsta og síðasta smáskífan af þessari fyrstu plötu Avrilar.

Á næstu plötu er Avril búin að staðfesta að hún muni semja öll lögin sjálf. Svo mun platan líka verða eins og hún ætlaði að hafa fyrstu plötuna, fulla af „heavy guitarsoundi.“ Ég vona að hún verði góð því ánægðust var ég með lögin á plötunni sem voru með þessu sándi.

Ef ég segi ykkur eitthvað meira frá stelpunni þá er það farið að gerast nokkuð oft að Avril er að drekka mikið. Oftast á hún hugmyndina og hún og meðlimir hljómsveitar hennar fara og drekka. Það er heldur enginn til að stoppa hana þarna. Það getur enginn bannað henni það, sem mér finnst frekar slæmt og gefur Avril ekki góða ýmind af sjálfri sér. En reyndar er hún búin að segja að hún ætli bara að vera hún sjálf svo kannski er ekki möguleiki að banna henni neitt.

Avril er nú búin að selja um 4 milljónir af plötum. Já, það er nokkuð mikið miðað við stelpu sem er 19 ára og er að gefa út sína fyrstu plötu. Þriðja best selda plata ársins 2002.

Í greininni stóð líka aðeins um hvernig æska stelpunnar var. Já, mamma hennar leyfði henni ekki að koma með stráka heim og var mjög ströng á að hún segði ekki „ljót“ orð. Einu sinni þegar hún var yngri mátti hún ekki syngja eitthvað kántrí lag því það var ljótt orð í því.

Já, og svona lýsti hún hvernig samstarfið þeirra Avril og Matrix var háttað. Hún sat semsagt í herbergi með bandinu sínu og einn maður sat með þeim. En kona sem heitir Lauren samdi textana með henni. Gaur sem heitir Graham kom síðan með eitthvað gítarsánd og hún sagði t.d.: „Já, ég vil þetta.“ eða „nei, mér líkar þetta ekki.“ Svo segir hún að ekkert af þessu hafi ekki verið frá henni.

Já, læt þetta nægja í bili. Leyfi ykkur að melta þetta ;)