Þetta er hreint og beint snilldar plata og þess vegna langar mig svolítið að segja frá lögunum á henni og hvað MÉR finnst um þau!
Ég tek það bara í sömu röð og þau eru á plötunni :D

#1 Lagið Smile. Vinsælt lag en ég er komið með smá ógeð af því lagi en þeir gerðu myndband við það lag. Lagið er bæði fjörugt og þannig en samt ekki besta lagið á disknum en kannski eitt af því besta :D

#2 Lagið Most Popular. Byrjunin finnst mér bara FYNDIN. Hann syngur eitthvað ,,She´s gat me sweater " og fólk segir að þetta séu djúpt og vel pældir textar! Ekki beint þetta finnst mér!
En það er bara í byrjuninni á laginu þar sem hann segir þetta svolítið svona falkst. En sjálft lagið er nú bara ágætt.

#3 Lagið Summer. Fjörugt lag og mig minnir að það hafi komið út í sumar og verið svo lítið vinsælt þá. En ég man það ekki alveg. Sjálft lagið er fínt en samt svona sveitaballalegt og ólíkt hinum lögunum.

#4 Lagið Losing Joanna. Betra lag en Summer en takturinn er eitthvað svo mikið svona upp og niður og sama setningin oft endurtekinn.

#5 Lagið Slendy. SNILLDAR lag og er bara það besta á disknum ef maður er í svona leti stuði því það er svo rólegt og skemmtilegt eigilega svona svæfingalag :D eða byrjar þannig.
Það er ný byrjað að sýna myndbandið við þetta lag á Popp Tíví eða kannski ekki NÝ byrjað en samt ekki fyrir löngu.
Annars er þetta gott lag og vel sungið og ekki jafn oft endurtekið sama setningin eins og í lagi nr.4. Það endarlíka svo oft.

#6 Lagið That Guy. Manni bregður eigilega bara við að byrja að hlusta á þetta á eftir laginu Slendy því þetta er svo fjörugt lag og röddin í Hreimi finnst mér breytast svo í þessu lagi.
Þetta er eigilega ekkert sérstakkt lag að mínu mati alla vega ekki miðað við hin. En endirinn er betri en byrjunin finnst mér svona búið að ná laginu betur saman.

#7 Lagið Blowing you up. Líkt Summer finnst mér og ég ruglast alltaf á þeim þetta er eigilega of hratt spilað þegar hraðast er. Annars er þetta svona lag eins og Losing Joanna með taktinn fram og til baka en það fer þessu lag betur (eða hvað sem maður segir).

#8 Lagið Superstar. Byrjar flott með orðinu WHAT! Svo er hann að segja að hann sé að fara að drekka bjór með Britney Spears og textinn er alveg ótrúlega fyndin og skemmtilegur í þessu lagi. Lagið er sjáft bara flott og passar vel við textann. Og svo í miðjunni á laginu heyrist sturtað niður í klósetti. Þetta lag er sem sagt FLOTT og FYNDIÐ

#9 Lagið Plastic. Byrjar á að gítarinn spilar einn svo koma trommurnar inn í og svo byrjar Hreimur að syngja, hann syngur með mýkri rödd en fyrri tvem lögum. Svo hækkar hann röddina og lagði verður hraðara. Þetta er frekar leiðinlegt lag, öðruvísi en hin. Hef ekki meira að segja en það!

#10 Lagið If. Rólegt lag og er flottasta lagið ásamt laginu Slendy eins og ég var búin að segja hér fyrir ofan. Byrjar MJÖG rólega en verður svo aðeins hærra og þannig. Það kom út ÓTRÚLEGA flott myndband við þetta lag og var tilnefnd til eitthverja íslenskra verðlauna en unnu þau samt ekki þó þetta hefði vel geta unnið þau verðlaun.

#11 Lagið Happy. Vá maður þetta er öðruvísi lag en hin en samt flott. Ég get lítið sagt um þetta lag nema mér finnst það bara nokkuð skemmtilegt og það heyrist meira í söngvaranum en venjulega miðað við hljóðfærleikinn. Endirinn er ekki flottur.

#12 Lagið Down. Seinasta lagið á disknum finnst mér ekki flott. Hreimur syngur svo skringilega í því og það er eitthvað svo asnalegt.

Samkvæmt þessu er diskurinn bara mjög skemmtilegur og ég mæli með honum.
Hvað finnst þér um þessi lög?