Hello. ég var á söngkeppni samfés og var bara massastuð.
Reyndar tók ég þennan texta af samfes.is þar sem ég vissi ekki hvað lögin sem fengu verðlaun hétu.


Sigurvegarar söngkeppni Samfés

Hólmasel sigraði söngkeppni Samfés að þessu sinni með frábæru atriði þeirra Guðmundar Óskars Guðmundssonar sem einnig spilaði á saxafón og Hjartar Ingva Jóhannessonar sem spilaði á píanó. Þeir tóku lagið “Till there was you”

Anna María Björnsdóttir frá Garðalundi hreppti annað sætið en hún söng lagið “Hello” eftir Lionel Richie. Anna María hafði sér til stuðnings Árna, Gauta og Arnar sem spiluðu á bassa, gítar og trommur.

Það voru svo þrjár stúlkur úr Kópavoginum, Igló, sem náðu þriðja sæti með frumsamið lag “Taumlaust hugarflug”. Marta Björg Hermannsdóttir, Lilja Björg Runólfsdóttir og Karitas Ósk Björgvinsdóttir sungu lagið.



Besta frumsamda lagið að þessu sinni kom frá félagsmiðstöðinni Bólið úr Mosfellsbænum. Íris Hólm Jónsdóttir söng lagið “I sang” en það voru Arnar Pétur Stefánsson og Íris sem sömdu lag og texta.

Veitt voru verðlaun fyrir besta atriðið á söngkeppninni og komu þau í hlut félagsmiðstöðvarinnar Nagyn frá Grafarvogi. Lagið var frumsamið, “Í berjamó”. Hrafnkell Már Einarsson, Jóhann og Tryggvi Karl Valdimarsson fluttu lagið.
————————————————-