Írafár fékk engin verðlaun :(
Nú var ég að horfa á íslensku tónlistarverðlaunin og ég varð mjög hissa og vonsvikinn yfir því að Írafár fékk engin verðlaun. Hvernig getur þetta verið, þetta er vinsælasta íslenska hljómsveit síðasta árs og líklega ennþá í dag.

Platan þeirra var ekki einu sinni tilnefnd sem besta plata ársins og finst mér það mjög furðulegt og ömurlegt þar sem hún var söluhæsta plata síðasta árs á Íslandi.. Hin nafnlausa plata Sigurós hreppti þau verðlaun.

Hljómsveitin fékk ekki verðlaun fyrir besta myndband ársins “Allt sem ég sé” sem er að mínu mati alger snilld. Birgitta Haukdal var ekki valin besta söngkona ársins heldur Hera Hjartardóttir sem byrjaði feril sinn 13 ára á pöbbum í Ástralíu.“Allt sem ég sé”var ekki valið besta lag ársins heldur “Ske - Julietta 2” sem bankaauglýsingin er búin að eyðileggja að mínu mati.

Í lokin á verlaunahátíðinni tók Írafár lagið “Allt sem ég sé” og var Birgitta ekki með jafn kröftuga og góða rödd og venjulega, annaðhvort er þetta hæsi sem hún er að glíma við eða vonsvikni yfir að hafa ekki fengið nein verðlaun.

Dómnefndir hefur gjörsamlega litið framhjá Írafár!