Craig David Craig David

Craig David hefur verið svolítið í sviðsljósinu og er nú er á fullu verið að spila nýja myndbandið hans „What’s Your Flava.“ Ég fór í Japis fyrir nokkrum vikum og sá nýja diskinn með honum „Slacker Then Your Average“ og ákvað að hlusta á hann. Fyrst kom þetta lag „What’s Your Flava“ og mér leist ekkert of vel á þetta en svo hefur maður vanist þessu lagi. Ótrúlegt en satt.

Byrjum á byrjuninni. Hann fæddist í Southampton í Englandi 5. maí 1981 og varð DJ 14 ára á útvarpsstöð þar í kring. Hann var reyndar talinn ólíklegur til að verða stjarna þar sem honum gekk illa í skóla og átti erfitt með að læra. Hann fann sig í tónlistinni og byrjaði að semja texta og lög og svo fékk hann eiginlega fyrsta tækifærið sitt þegar hann var 15 ára þegar mamma hans sendi hann í lagasamkeppni þar sem átti að finna lag fyrir eitthvert R’nB boyband. Hann sendi lagið sitt „I’m Ready“ í keppnina og endaði lagið á einhverjum smáskífum hljómsveitarinnar Damage.

Eitt kvöldið hitti Craig annan DJ (Mark Hill) og þeir fóru að semja lög saman. Eftir það kom út smáskífan „Re-Rewind.“ Fór hún svo í annað sætið á tónlistanum þar í landi. Allir tóku eftir Craig og fólk var forvitið um hann og vildi heyra meira frá honum.

Eftir það varð Craig yngsti sóló söngvarinn í Bretlandi og gaf út sína fyrstu sóló smáskífu „Fill Me In.“ Í júlí 2000 kom út önnur smáskífan hans „7 Days“ og gekk hún eins vel og sú fyrsta. Eftir það kom út platan „Born To Do It.“

Hann drekkur ekki og reykir ekki (góður kostur) og reynir að halda sér í formi. En nú er nýja platan hans komin út og hann hefur náð athyglinni aftur. Nú vona ég bara að hann spjari sig í bransanum sem svo mörgum finnst erfitt að halda sér í.