Hera - Not Your Type Já, ég fékk nýjasta diskinn hennar Heru í jólagjöf þannig ég var bara að pæla í að skrifa svolítið hvað mér finnst um hann.

1. Not Your Type
Þetta lag finnst mér ekki með þeim bestu á plötunni. Það er svona uppreisn hjá Heru í laginu og er ekki líkt hinum lögunum á plötunni. Það er samt alveg ágætt.
Einkunn: 6.0

2. Naughts and Crosses
Þetta er svolítið skrítið lag. Það er notað mandólín í því og gerir þá lagið svona þjóðlagalegt. Textinn er um konu í svörtu gegn konu í hvítu. Kannski þýðir það eitthvað annað fyrir Heru og er það bara allt í lagi.
Einkunn: 6.0

3. Chamelion Girl
Lagið byrjar á léttum gítargripum og er svona rólegt. Hera er að segja frá því að hún vilji vera einhvers Chamelion Girl. Annað er ekki hægt að segja frá laginu. Það er alveg ágætt. Textinn er samt svolítið skrítinn en á flottan veg.
Einkunn: 6.5

4. Forbidden Fruit
Já, svolítið country lag en samt ekki. Eins og áður er haft svona létt gítargrip í bakgrunninum. Það er um… ég eiginlega veit það ekki. Eitthvað sem Hera segist hafa misst eitthvað sem var svo fallegt. Það er gott að hlusta á það ef maður hlustar ekki á textann :þ
Einkunn: 6.5

5. Itchy Palms
Þetta lag þekkja allir og finnst mér þetta alveg rosalega gott lag. Með þeim bestu á plötunni. Enda fékk það einstaka athygli í myndinni Hafinu. Hera notar röddina sína vel í þessu lagi og textann má hver gagnrýna fyrir sig.
Einkunn: 9.0

6. Suits Me
Hraðara lag en flest lögin á plötunni. Ég átti ekki von á að hún myndi tala svona hratt í laginu þegar ég var að byrja hlusta á það. Textinn er um hvernig hún hefur það sem hún þarf og er bara að segja að hún þarfnast ekki neins. Hvernig það fer henni. Nokkuð gott lag.
Einkunn: 8.0

7. Sleepyhead
Gott lag til að vakna við. Hún talar við einhvern og segir honum að vakna. Fínt lag. Rólegt og þægilegt en svo kemur aðeins sterkara viðlag. Það er fínt líka.
Einkunn: 7.5

8. John
Greinilegt að hún er að tala við einhvern sem hún kallar John. Það er kannski ekki einmitt nafnið sem var á persónunni. Getur verið að hún er að tala við einhvern annan í gegnum þennan John. Hver veit. En lagið er rólegt og svona gítarpikkum. Hún er tala um hvernig þessi John var allt fyrir henni og fleirum.
Einkunn: 7.0

9. Makebelieve
Gott lag. Það er rólegt en samt ekki of rólegt. Það passar alveg að syngja það fyrir marga því í laginu segir hún: „How many people are looking at her.“ Ég sá Heru í Kringlunni fyrir jól og hún söng lagið mjög vel og mér þykir mjög vænt um það ;) Þetta er svona lag sem maður getur sungið með.
Einkunn: 9.0

10. Suffer From You
Fínt lag. Hún er kannski nýhætt í einhverju sambandi og er að tala um hvernig það var. Hvernig henni leið og hvernig hann lét við hana og svona. Það er þægilega rólegt.
Einkunn: 8.5

11. Precious Girl
Þarna sýnir Hera sýna rokkhlið. Hún talar um einhverja stelpu sem allir þekkja og hún eltir alla og gerir það sama og allir. Hera er reið í laginu og er pirruð út af þessari stelpu. Nokkuð gott.
Einkunn: 7.5

12. I Wanna Run
Rosalega gott lag. Lag sem maður lærir fljótt og byrjar að syngja með við fyrstu hlustun. Textinn er einfaldur og það gerir lagið líka svo gott. Hún er ekkert að flækja málin neitt. Hún bara segir beint hvað henni finnst. Ég fæ aldrei leið á því þó ég hafi hlustað á það mjög oft!
Einkunn: 9.5

Ef maður lýtur á einkunnirnar er diskurinn nokkuð góður. Það er eiginlega ekkert lélegt lag á henni. Enda valdi hún lög af hinum þremur diskum sem hún hefur gefið út í Nýja Sjálandi. Hún velur öll bestu lögin og lögin sem hún þykir vænst um og gefur þau út. Ég bara vona að næsti diskur verði eins góður og þessi.
Meðaleinkunn: 7.5

Kveðja,
rakel87