Jenny Hyun Jenny Hyun er af mörgum talin ein frægasta söngkonan á netinu sem hefur ekki enn skrifað undir plötusamning. Þessi 18 ára kóreska táta fæddist í Los Angeles í Kaliforníu en flutti með foreldrum sínum til Virginia þegar hún var 6 ára.
Jenny hefur verið að syngja síðan hún var pínulítil, en gerði ekki mikið mál úr því fyrr en hún var 10 ára, þegar hún fór í prufu fyrir einsöng í kirkjukórnum og söng nokkrum sinnum þar. „Fólk var farið að koma upp að mér og segja mér hversu mikla hæfileika ég hefði, það var þá sem ég fór virkilega að íhuga tónlistarferil.“
Þegar Jenny var 12 ára fannst henni tími til kominn að gera eitthvað, en þar sem hún fékk ekki mikinn stuðning frá foreldrum sínum, né vissi nokkuð um tónlistarbransann, var aðeins eitt sem hún gat gert, búið til heimasíðu.
Á nokkrum árum óx síðan jafnt og þétt og heimsóknum fór fjölgandi. Frá upphafi hafði hún tekið upp lög annarra með engu öðru en lélegum tölvumíkrafóni og Sound Recorder sem alltaf fylgir með Windows, en það var ekki fyrr en í Nóvember 2001 sem hún fór að fara inn í stúdíó og taka upp ný lög sem voru að hluta til eftir hana sjálfa. Hún hafði komist í samband við mann að nafni Jean T. Naman í gegnum netið, en hann samdi og pródúseraði sína eigin tónlist. Síðan þá hafa þau unnið saman, hann samið tónlistina og hún textana, og svo tekið allt saman upp í stúdíóinu hans.
Í júní síðastliðnum skrifaði Jenny svo undir samning hjá umboðsskrifstofunni K2 Entertainment sem er systurfyrirtæki unglinga-netsamfélagsins kiwibox.com, sem er mjög vinsælt á meðal unglinga í Bandaríkjunum þar sem aðeins unglingar sjá um hann og reka hann. Nýji umboðsmaðurinn hennar Jenny var ritstjóri samfélagsins en þurfti svo að segja af sér vegna aldurs, og var fluttur til K2. Þá varð stórstökk í ferli Jenny. Í júlí var hún svo sent til New York þar sem höfuðstöðvar umboðsskrifstofunnar eru, og vinna við demóið hennar hófst. Á meðal þeirra sem hún vann með að demóinu var maður sem hafði unnið með Tweet og fleirum.
Umboðsmanninum hennar, Lin, fannst hún þurfa einhverja æfingu í að koma fram á sviði og smá kynningu og stakk upp á því að hún færi í áheyrnarprufu fyrir Becoming Wannabes þáttinn á MTV. Jenny ákvað að reyna við Christina Aguilera þáttinn, og komst inn. [Fyrir þá sem ekki vita hvernig þessi þáttur er, þá er keppendunum (sem eru 3) breytt í "stjörnuna" og látnir syngja, dansa, og svara spurningum eins og þeir væru stjarnan, og svo fær vinningshafinn að koma fram á stóru sviði með dansara með sér. Þeir sem dæma í þættinum eru aðilar sem þekkja stjörnuna náið, og í þessu tilfelli var það producerinn og lagahöfundurinn Jasper Cameron sem samdi t.d. lagið Dirrty með Christinu, danshöfundurinn og einn af bestu vinum Christinu, Jeri Slaughter og svo vice president-inn hjá RCA Records, Tony Monte. Christina Milian stjórnar þættinum] Venjulega er þessi þáttur frægur fyrir það að sýna ekkert nema gjörsamlega hæfileikalausa wannabes…. en í þetta skipti lá við að fólk gapti þegar það sá þáttinn, í stað þess að kútveltast úr hlátri. Eftir að þátturinn var tekinn upp hitti Jenny Tony Monte og Christinu Milian baksviðs og þau voru sífellt að hrósa henni fyrir röddina, sem er EKKTA “dívu ballad” rödd.
Snemma á næsta ári mun aðal ballið byrja þegar demóið hennar verður sent til allra plötufyrirtækjanna. Jenny er þegar farin að undirbúa sig undir MJÖG annasamt ár!

Kíkið á heimasíðuna hennar: http://www.jennyhyun.com (hægt er að hlusta á lögin hennar undir Multimedia -> Music)