Ég ætla að segja frá nýju plötunni með Írafár og þó að ég fíli Írafár ekki þá eru sum lögin bara snilld.

1. Himnapóstur

Þetta er rosalega skemmtilegt lag, textinn allt í lagi og það er frekar svona nett mixað í stúdíóinu. Gaman að hlusta á það en
samt frekar leiðinlegt til lengdar.
Einkunn: 8

2. Allt sem ég sé

Þetta er bara bölvuð snilld og ekkert annað. Það er rosagott lag en
textinn hjá Birgittu er bara frekar góður. Það er búið að búa til myndband með þessu lagi og það er frekar svona spooky og skemmtilegt. Þetta er aðallagið á disknum.
Einkunn: 8,4

3. Stórir Hringir

Þetta er gott lag og ekkert við það að athuga en textinn er alveg glataður og ég hef aldrei séð verri textabrot en þetta: Stórir hringir og hjartalagað sem síðan breytast í þig? Alveg fáranlegt ekki satt!
Einkunn: 7,5

4. Lygi

Þetta er sennilega flottasti textinn á disknum enda semur Vignir hann og hann er bara miklu betri textasmiður en Birgitta. Lagið er flott og þetta er góður texti.
Einkunn: 8,1

5. Ég Sjálf

Þetta er flott lag og alveg ágætis texti hjá henni Birgittu, ég get eiginlega ekki lýst þessu lagi betur nema það að það er dáldið langt og hægari hlutarnir pirra mig dáldið.
Einkunn: 8

6. Draumur

Þetta er fallegt lag og róandi svo að ef maður kemur heim af fótboltaæfingu og er pirraður er gott að hlusta á þetta :-) Vignir og Birgitta syngja saman.
Einkunn: 7,5

7. Stjörnuryk

Þetta lag er eins og púðurtunna og hefur verið í spilun á FM957 í nokkrar vikur. Það er rosalega grípandi og maður getur sungið það endalaust ef maður nennir því. Textinn er allt í lagi og lagið gott.
Einkunn: 8,2

8. Fingur

Ágætt lag og ekkert sérstakur texti. Það er ekkert meira hægt að segja um það nema að það er frekar gamalt og var í spilun á FM957
síðasta vetur held ég.
Einkunn: 7,8

9. Alfarin (Nú er ég farin)

Þetta er gott lag og ágætis texti. Það kemur svona spooky stemmning
þegar maður hlustar á viðlagið og það er frekar grípandi.
Einkunn: 7,6

10. Áhugaleysi Orðanna

Þetta lag er svo ólíkt Írafár að það er ekki eðlilegt. Lagið er gott og róandi og textinn er allt í lagi. Viðlagið er svona:
Hefurðu komist til himnanna,
hefurðu upplifað vímuna.
Hefurðu verið meðal andanna
hefurðu afhjúpað rímuna.
Einkunn: 7,4

11. Eldur í mér

Gott lag og góður texti. Birgitta syngur alveg eins og engill og
þetta var vor eða sumarsmellur og var í vor og sumar í spilun á FM957 og flestir kannast við það.
Einkunn: 7,8

12. Hvar er ég

Gott lag og skemmtilegur texti sem kemur manni í gott skap. Ætli að hann Gummi vinur minn hafi staðið sig svo vel þegar hann fór upp á svið með Írafár á Egilsstöðum í sumar að hann hafi fengið að vera á hristunum :-)!!!!!!!!!
Einkunn: 8

Þessa plötu ættu allir að tékka á og setja á jólagjafalistann


Gleðileg Jól!!!