Ég tel mig hafa ýmislegt að bæta við lofsönginn um Daysleeper hér á undan. Ég var líka á útgáfutónleikunum en var ekki jafn upprifinn eins sá sem sem skrifaði hér á undan. Það er greinilegt að í Daysleeper eru 1.flokks hljóðfæraleikarar og þá sérstaklega gítarleikararnir tveir, sem náðu, að mínu mati, alveg ótrúlega vel saman. Og Sverrir Bergmann er einnig alveg frábær söngvari, það er enginn leiða að mæla því mót, hvort sem þú fílar hann sem slíkann eður ei. Bassinn og tromman stóðu sig einnig mjög vel en lögin kannski ekki mjög krefjandi fyrir þá. Það sem mér finnst gallinn við tónlist sveitarinnar er að lögin eru of keimlík. Þunglyndislegt raul Sverris og miklar fingraæfingar á kassana. Lögin Come to me, Again og Kumbh Mela finnst mér langbestu lögin þeirra og einnig fannst mér aukalagið mjög gott. En eftir að hafa heyrt þessi lög hefur maður líka heyrt þau öll. Vantar eitthvað meira, ef til vill meiri frumleika. Again finnst mér hápunktur hljómsveitarinnar hingað til og Come to me er líka mjög fallegt lag og sérstaklega vel samið. En síðan verður að hafa í huga að hljómsveitin er mjög ung sem slík og greinilegt að mikil vinna hefur verið lögð í tónlistina sem er mjög vönduð. Sé tekið mið af þessu verður að segjast að EveAlice er velheppnuð frumraun og það á örugglega eftir að heyrast meira í Daysleeper og verður spennandi að sjá hver útkoman verður þegar hún fer að þróast.
Ég myndi gefa EveAlice 5/10. Half way there.

Ég verð líka að bæta því við að “V” er greinilega leiðtogi sveitarinnar en ekki Sverrir Bergmann, en það sló mig raunar hvað þetta virtist vera viðkunnalegur hópur, lausir við alla tilgerð og með húmorinn í lagi.

P.s. Kannski á maður annars ekkert að vera að setjast í dómarasæti ef maður getur ekki gert betur sjálfur.

Prair.