DAYSLEEPER=SNILLD?!?

Ég fór á útgáfutónleika Daysleeper í gær og ég verð bara að
segja að sjaldan hef ég skemmt mér jafn vel á tónleikum!
Þeir voru haldnir í Tjarnarbíói og aðeins 200 sæti í boði fyrir
þá sem vildu bera þessa menn augum og hlýða á nýjasta
afrek þeirra, EveAlice.
Er við mættum beið okkar hvítvín og rauðvín í boðinu… 18 ára
aldurstakmark… og var það svo sannarlega vel metið.
Tónleikarnir byrjuðu um tíu-leytið og tóku strákarnir öll lögin á
plötunni í réttri röð (fyrir utan leyni-lagið).
Það sem ég fyrst tók eftir, er að þeir eru greinilega rosalega
samstilltur hópur, og var án alls vafa Sverrir Bergmann þar í
forystuhlutverki. Þvílíka rödd sem maðurinn hefur að geyma!
Það virðist vera enginn endir á raddsviði hans, hann fór á
stundum svo hátt upp að maður fékk gæsahúð frá toppi til
táar. Og krafturinn í þessum drengjum er magnaður, en mér
finnst sem að honum séu ekki gerð nógu góð skil á plötunni.
Tónleikarnir gengu mjög vel fyrir sig, engir strengir slitnuðu
(hehe… eins og á Gauknum) og voru drengirnir klappaðir upp
tvisvar. Í fyrra skiptið tóku þeir óklárað lag sem þeir eru að
vinna að og í það seinna… VÁÁÁÁÁ HVAÐ ÞETTA VAR MIKIL
SNILLD!
Þeir tóku lagið Again með léttri “reggae-sveiflu”, Sverrir var að
gera svooo góða hluti sem MR. JAMAICA-MAN, að ég
bókstaflega grét úr hlátri. Þetta var greinilega vel metið af
áhorfendum, því þvílík fagnaðarlæti brutust út er þeir gengu af
sviðinu (og held ég alveg örugglega að ég hafi æpt manna
hæst :))
Þessir tónleikar voru afskaplega persónulegir, andrúmsloftið
var mjög þægilegt og ég get sagt með sanni að þessir
drengir eiga pottþétt eftir að gera það gott og rúmlega það í
framtíðinni.
E.S. Og drengir, ef þið lesið þetta, ég skora á ykkur að gefa út
Again í “reggae”stíl. Hverjum datt þetta eiginlega í hug???
Maðurinn hlýtur náttúrulega að vera SNILLINGUR!
Kveðja,
June