Nýja myndbandið með Írafár.... Núna er byrjað að sýna á fullu í sjónvarpinu nýja myndbandið með Írafár… Myndbandið heitir “Allt sem ég sé” og finnst mér þetta myndband vera vera hrein snilld! Þetta hefur svona skemmtilegan “halloween” fíling og lagið er rosa skemmtilegt… Kemur manni í góðan fíling.. Hvert skipti sem ég sé það í sjónvarpinu sem er sko alveg nokkrum sinnum á dag.. Þá hækka ég auddað í botn :D

Að mínu mati er þetta besta myndband sem þau hafa gert hingað til þó að hin séu líka góð… Vona að þjóðin eigi eftir að sjá og heyra meira frá þessari skemmtilegu hljómsveit!

Vona að allir þeir sem hafa ekki enþá séð það kíki á popptívi, þurfið líklega ekki að bíða mikið lengur en svona hálftíma enda er alltaf verið að sýna það! :D

Einhverjir fleiri Hugar hérna sem elska þetta lag ? :)