TLC komnar aftur! Ég veit ekki alveg hvort ég á að láta þetta hér en whatever…

Já, TLC eru komnar aftur. Nýjasta smáskífan þeirra heitir Girl Talk og er nokkuð líkt bara TLC. Þær hafa trúlega ekki breytt miklu. En jú, það fylgir plata með. Hún kom bara út í gær í Bandaríkjunum og heitir 3D. Hún inniheldur 13 lög.

Eins og flestir vita eru TLC ekkert svakalega góð í viðskiptum, ráða sér alltaf ömurlega umboðsmenn og óörugga samninga. Þær hafa farið á hausinn tvisvar eða þrisvar og ótrúlegt að þær þora alltaf að koma aftur. Vonandi staldra þær eitthvað við í þetta skiptið :)

Já, þetta er fjórða plata TLC. Áður hafa þær gefið út Fanmail (‘99), CrazySexyCool (’94) og Oooooohhhhh…. On The TLC Tip (’92). Einstaklega langt búið að líða síðan þær gáfu út síðustu plötu og svo sannarlega kominn tími til!

Reyndar gleymdi ég að segja að víst Lisa Lopez lést af slysförum þá eru þær bara tvær. Reyndar voru þær búnar að taka upp mörg lög áður en hún dó svo sum eru með henni og án án hennar. Þetta var hræðilegt slys, en ég er viss um að það er nóg búið að tala um það hér á Huga.

Svo er eitt hérna sem ég frétti um nafnið á hljómsveitinni, sem ég vissi ekki. Nafnið TLC kemur af fyrstu stöfunum í Tender, loving og care. Ég hélt alltaf að það væru nöfnin sem þau kölluð sig! Svolítið skrítið og ruglingslegt. Jæja, allavega, vonandi mun platan þeirra seljast eitthvað af viti í þetta skiptið svo þær fari ekki á hausinn aftur :(