Avril Lavigne Já, ég veit að það er búin að koma grein um hana í „Fræga fólkið“ en það var bara ekkert sagt frá henni! Jæja, þannig ég ætla að skrifa hérna nokkur atriði bara svona fyrir þá sem vilja vita meira en að hún er æðisleg ;)

Avril Lavigne er franskt nafn og er borið fram Avríl Lavín. Hún fæddist þann 27. september 1984 sem gerir hana 18 ára. Hún á tvö önnur systkini, Matthew (eldri) og Michelle (yngri, 14). Mamma hennar heitir Judy og pabbi hennar John. Svo á hún líka hund sem heitir Sam.
Avril fékk fyrsta gítarinn sinn mjög ung og byrjaði strax að glamra eitthvað á hann. Hún samdi mörg lög og tók oft þátt í hæfileikakeppnum. Hún byrjaði á að leika sér á hjólabretti þegar hún var 14 ára og hefur gert það síðan. Svo þegar hún var 16 ára hætti hún í skólanum og ætlaði að fara meika það og fá plötusamning. Hún vissi að hún myndi fá að gera plötu áður en hún vissi hvað það var! Svo ung var hún. Hún fór til New York með bróður sínum og fór til margra fyrirtækja. Fyrst þá átti hún ekki einu sinni að fá að semja lögin sín sjálf og þeim samningi neitaði hún og snéri sér að Arista Records. Þá fékk hún samning og gerði fyrstu plötuna sína, Let Go. Fyrsta smáskífan hennar kom út í sumar, og hét hún Complecated. Svo núna er á fullu verið að sýna Sk8er Boi og fljótlega á að koma myndband með I’m With You.
Ég á diskinn með henni og mæli með honum. Hann er svona blanda af rokki og poppi. Nokkur róleg lög eru, t.d. I’m With You og Naked. Svo er eitt hálfgert rapplag en samt ekki og það heitir Nobody’s Fool (Mjög gott ;). Persónulega finnst mér núna Things I’ll Never Say besta lagið en ég er eiginlega alltaf að breyta. Öll lögin eru vel gerð og flestir textarnir nokkuð djúpir. My World er aðalega um lífið hennar, hvar hún ólst upp, sem var í litlum bæ, Napanee í Ontario. Já, svo er það Losing Grip sem er svona sama gerð og Complecated en ekki líkt samt, bara sama gerð og nokkuð gott. Jæja, vona að þessi grein fái ykkur til að kaupa diskinn ;)

Ekki má gleyma að hún fékk verðlaun sem besti nýliðinn á The MTV Awards!