Hæ hó

Ég tók eftir einu…

Núna áðan skráði ég mig inn á betuna sem “Stjarna4” og þar voru komnir nokkrir nýjir þræðir frá vefstjóra síðan ég skráði mig seinast inn. Það er, eins og þið vitið, auðvelt að sjá hvaða þræði maður er búinn að skoða eða ekki og er það mikill kostur.

Þegar ég hinsvegar skráði mig inn á hinu notendanafninu mínu þá voru þessir nýju þræðir vefstjóra merktir “lesnir”. (Stafirnir voru semsagt gráir í stað þess að vera svartir). Einu titlarnir sem voru svartir voru merktir með nýju áliti. Hvort nýir þræðir séu ólesnir eða ekki virðist einskorðast við hvort smellt hafi verið á viðkomandi þráð í sömu tölvu frekar en notendanafni.

Þetta þykir mér galli þar sem tveir eða fleiri notendur geta verið að nota sömu tölvuna.
An eye for an eye makes the whole world blind