Hugboð eru óendanlega kúl og nýja skilaboðasystemið líka. Hins vegar er þetta eitthvað smá bugged. Rannsóknir standa yfir en það sem ég hef fundið út hingað til er;

Maður fær hugboð um að einhver hafi svarað manni. Það virkar ekki baun að klikka á hugboðið ef maður er ennþá inná “gömlu” greininni, þ.e. nýja svarið er ekki komið inn hjá manni ennþá. Það gerist einfaldlega ekki neitt.

Það virkar að fara útúr greininni (hvert sem er) og síðan klikka á hugboðið, fara á greinina og sjá nýja svarið. Að því gefnu virkar vel að fara í hugboðaskjóðuna og þaðan í greinina, en það gerir þennan fídus dálítið gimped.


Þetta er í google chrome, á eftir að prófa hina.
indoubitably