Hæhæ,

Ég get ekki séð að það sé hægt að velja hvaða efni maður vill sjá á forsíðunni. Það er að segja finnst mér vanta möguleikann að geta valið í stillingum á svipaðan hátt og maður velur áhugamálin sín hvaða áhugamál maður vill geta séð efni frá á forsíðu vefsins.

Segjum sem svo að mér hundleiðist meirihlutinn af efni sem er sett inná /tilveran og /sorp, þá gæti ég hakað úr þeim tveim áhugamálum og sæi hvorki greinar né þræði frá þessum áhugamálum á forsíðunni. Eina leiðin til að gera það væri að ég færi persónulega inná áðurnefnd áhugamál og skoðaði hvað væri að gerast.

Nú veit ég ekki hvort þetta sé eitthvað sem þið viljið að sé möguleiki en ef notendafjöldi á vefnum fer að aukast verulega þá geri ég ráð fyrir að það verði mjög mikið af þráðum að koma inná huga á degi hverjum. Þá væri fínt að auka líkurnar á því að maður sjái eitthvað sem maður hafi raunverulega áhuga á.