Segjum t.d. að send væri inn grein um Harry Potter kvikmynd. Áður en höfundurinn myndi senda hana til samþykktar þá myndi hann fá að haka við fullt af áhugamálum sem hann myndi vilja senda greinina inn á. Þau áhugamál væru t.d. /harrypotter og /kvikmyndir þar sem greinin fjallaði um Harry Potter kvikmynd.
Svo væri það undir einum stjórnanda á áhugamáli komið að samþykkja/hafna greininni. Myndi hann samþykkja greinina fengi höfundurinn þessi venjulegu stig (ef þau verða á nýja huga) en stjórnendur á öðrum áhugamálum sem greinin var send inn á myndu þá samþykkja hvort að greinin birtist inn á áhugamálinu þeirra.
Svipað væri með þræði, myndir og skoðanakannanir.
Fólk að fíla það?