Refsipunktakerfi nýja Huga Við vorum að uppfæra Betuna með nýja refsipunktakerfinu. Kerfið og útfærsla þess er árangur langra rökræðna milli Vefstjórans, Ritstjórans og Forritarans.

Refsipunktakerfi Huga gengur út á að notendur fá punkta ef þeir brjóta skilmála Huga. Refsipunktar (hér eftir talað um sem punkta) fyrnast síðan með tímanum.

Markmið kerfisins er að sporna gegn ástæðulausum bönnum/refsingum með að skylda stjórendur til að gera grein fyrir ástæðum punktagjafa. Einnig eiga bönn að vera stutt og notanda á alltaf að vera ljóst fyrir hvað er verið að banna og hversu lengi bannið gildir. Refsingin á að koma fljótt hvort sem það er viðvörun eða bann.

Annað markmið er að vernda stjórnendur frá óþarfa áreiti notenda sem kunna að vera ósáttir með ákvarðanir. Frekar verður reynt að beina slíku til þeirra stjórnanda sem eru yfir og verður þá þeirra hlutverk að kanna hvort punktagjöfin hafi verið sanngjörn og samkvæmt reglum og venjum Huga.

Allir stjórnendur á Huga hafa vald til þess að gefa notendum punkta, en aðeins fyrir það efni sem fellur undir þeirra stjórn.

Til að gefa punkt þarf eftirfarandi að gilda:
* Verður að vera tengt vissu innsendu efni, t.d. áliti.
* Efnið verður að vera mjög nýlegt.
* Ástæða verður að vera tilgreind (og er sjálfvirkt send á notandann).
* Sami stjórnandinn getur aðeins einu sinni gefið punkt/a á sama notandann innan hvers þráðar.

Núverandi stilling gerir ráð fyrir að notandi fari í bann ef hann fær 3 punkta. Þá fer hann í 1 dags bann. Þegar hann kemur úr banni er hann með 3 punkta. Punktar fyrnast um 1 punkt á 5 daga fresti meðan notandinn fær ekki viðbótar punkta og er ekki í banni. Ef notandi fær annan punkt strax eftir bannið myndi hann lenda aftur sjálfkrafa í banni og þá lengra.
Formúlan er:
Dagar í banni = max(0, (fjöldi punkta - 3) * 3 + 1)
Þetta þýðir að ef viðkomandi fengi á einu bretti 10 punkta færi hann í 22 daga bann (enginn getur gefið svo marga punkta á einu bretti nema ég). Venjulegur stjórnandi getur gefið 1 punkt sem nægir ekki til að koma notanda í bann en sendir mjög skýr skilaboð.

Ég er ekki að lýsa kerfinu í smáatriðum þannig endilega spyrjið bara. Við erum síðan að prófa þetta kerfi í Betaútgáfunni svo einhver atriði gætu breyst.