Nýi Hugi - Beta prófun hafin! Núna erum við búnir að opna Beta fyrir þá sem skráðu þátttöku sína.

Fyrst örfá atriði sem vert að minnast á:
Gögnin í þessari Beta útgáfu er alveg ótengd núverandi Huga. Allt sem þú gerir getur verið eytt eða ritskoðað fyrirvaralaust.

Nýi Hugi er ekki tilbúinn og það vantar enn nokkra möguleika inn. Eftirfarandi eru eitthvað af þeim atriðum sem eru ekki fullkláruð:
* Nýskráning.
* Ekki hægt að viðvara notendur eða banna tímabundið.
* Atburðir, RSS og Annars Hugar kubbarnir eru ekki tilbúnir.
* Stjórnendur geta ekki búið til kubba á sínu áhugamáli.
* Kerfið sem raðar eftir hversu heitt innsent efni er miðað við ýmsar forsendur svo sem fjöldi álita og aldur.

Við gerum ráð fyrir að klára þessi atriði á meðan Beta prófunum stendur og bætum þeim inn jafnóðum. Einnig hefur flokkun áhugamála, bakgrunnar og litir ekki verið ákveðið. Þú getur því alveg búist við að Hugi taki töluverðum breytingum á meðan prófunum stendur.

Ef þú tekur eftir villum eða vilt koma athugasemdum og hugmyndum áleiðis getur þú annaðhvort sent inn á Beta korkinn á núverandi Huga:
http://www.hugi.is/nyi/threads.php?page=board&boardId=952
Eða sent okkur tölvupóst á:
beta@hugi.is

Nóg af blaðri! Tími til að skoða nýja Huga!

Farðu inn á:
http://beta.hugi.is/
Til að fá aðgang að síðunni þarftu að slá inn notandanafnið þitt og sama lykilorð og þú ert með á Huga. Til að innskrá þig notar þú sama notanda og lykilorð og þú ert með á Huga í dag.
Þú fékkst líka notandann “notandanafnið þitt”_beta (ekki með " og sama lykilorð) til að fikta með. Þú getur t.d. látið hann senda hinum notandanum þínum skilaboð, breytt um notendanafn á honum og bara hvað sem þú vilt.