Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

psycho
psycho Notandi frá fornöld 44 ára karlmaður
8.434 stig
******************************************************************************************

Jónas og Magga 156 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Jónas var á rjúpnaveiðum með nýja hundinn sinn. Hann var búinn að vera að í marga klukkutíma án þess að finna eina einustu rjúpu og var um það bil að hætta og koma sér heim þegar hann sá eina feita fljúga rétt hjá sér. Hann lyfti hólkinum umsvifalaust og plaffaði á hana. Rjúpann datt eins og steinn og hundurinn hljóp í áttina þangað sem hún lenti og Jónas á eftir. Þegar Jónas kom þangað sem rjúpan féll sá hann að bóndi, sem var að dytta að girðingunni sinni, var búinn að taka rjúpuna upp og...

Jónas og Magga 155 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Jónas og Guðmundur giftu sig saman og eftir giftinguna fóru bæði brúðhjónin saman í brúðkaupsferð og gistu á sama hótelinu. Rétt áður en þeir fóru upp á herbergi, skruppu þeir félagar á barinn og fengu sér sinn bjórinn hvor. „Ég skal veðja við þig að ég mun hafa oftar mök við nýju konuna mína í nótt en þú við þína,“ sagði Guðmundur. „Alls ekki. Ég veða fimmþúsundkalli að konan mín verður fullnægðari en þín í fyrramálið,“ svaraði Jónas. „Ég tek því,“ sagði Guðmundur. „En hvernig getum við...

Jónas og Magga 154 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Jónas er í erfiðleikum með fyrirtækið. Hann er að fara á hausinn og hann er í alvarlegum fjárhagskröggum. Hann er orðinn svo örvæntingarfullur að hann ákveður að biðja Guð um hjálp. Hann byrjar að biðja… „Guð, hjálpaðu mér, ég er búinn að missa fyrirtækið og ef ég fæ ekki dálítinn pening, þá tapa ég húsinu líka. Gerðu það, leyfðu mér að vinna í Lottóinu.“ Laugardagurinn kemur og einhver annar fær allan pottinn. Jónas biður aftur… „Guð, gerðu það nú fyrir mig, leyfðu mér að vinna í Lottóinu!...

Jónas og Magga 153 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Jónas er kominn að Gullna hliðinu og vonast eftir inngöngu. Lykla-Pétur segir við hann „Ég fæ nú ekki séð af sindaregistrinu að þú hafir nokkurn tíman gert nein góðverk. Ef þú getur sýnt fram á eitthvert góðverk sem þú hefur gert, þá skal ég hleypa þér inn í Himnaríki.“ Jónas segir: „Einu sinni var ég að keyra heim úr vinnunni og sá hóp vandræðamanna ráðst á unga, saklausa stúlku. Ég stöðvaði bílinn, tók felgujárn og gekk beint að foringja klíkunnar – rosalega ljótum náunga í leðurjakka með...

Jónas og Magga 152 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Jónas var á ferð um Róm og Vatikanið og var staðráðinn í að hitta Páfann. Og þarna var hann kominn í langa biðröð í fallegum og dýrum fötum og vonaði að Páfinn tæki eftir hversu vel hann væri klæddur og eiga nokkur blessunarorð við hann. Páfinn gekk hægt og virðulega meðfram röðinni, en gekk viðstöðulaust framhjá Jónasi án þess svo mikið sem gjóa til hans öðru auganu. Síðan stoppaði Páfinn hjá róna sem húkti í rennusteininum, hallaði sér að honum og hvíslaði nokkrum orðum að honum. Svo hélt...

Jónas og Magga 151 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Jónas situr við barinn og horfir í glasið sitt. Þannig situr hann í heilan hálftíma. Þá kemur allt í einu að honum stór og mikil rusti með læti, rífur glasið hans og hvolfir í sig úr því. Að því búnu hlær hann eins og skepna upp í opið geðið á Jónasi og segir „Hah!“ Jónas brestur í grát. Fúlmennið segir „Nei, heyrðu mig, ég var bara að grínast. Sko ég skal kaupa fyrir þig aftur í glasið. Ég bara þoli ekki að sjá fullorðna karlmenn gráta!“ „Nei, nei, það er ekki það,“ segi Jónas. „Það er bara...

Jónas og Magga 150 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Jónas var í golfi með þrem vinum sínum og þeir voru að ræða það hversu erfitt var að fá konur þeirra til að samþykkja það þeir færu í golf alla morgna og flesta eftirmiðdaga líka. Guðmundur stundi þungan sagði: „Ég varð að kaupa BMW handa konu minni til að fá að leika golf þegar ég vil.“ Aðalsteini fannst þetta ekki mikið og sagði: „Það var vel sloppið hjá þér. Ég varð að kaupa BMW og minkapels.“ Reyni var mikið niðri fyrir: „Þetta var vel sloppið hjá ykkur báðum. Ég varð að kaupa BMW,...

Jónas og Magga 149 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Jónas og Magga komu heim úr brúðkaupsferðinni sinni og vinir þeirra urðu fljótt varir við að þau töluðust ekki við. Guðmundur tók Jónas á eintal og spurði hann hvað var að. Jónas sagði honum allt: „Sko, þegar við vorum búin að elskast fyrstu nóttina, þá fór ég framúr til að fara á klósettið og í einhverju hugsunarleysi setti ég fimmþúsundkall á koddann.“ „Tjah, ég held að þú ættir ekki að hafa alltof miklar áhyggjur af því,“ sagði Guðmundur. „Hún jafnar sig fljótt á þessu. Hún getur ekki...

Jónas og Magga 148 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Jónas fékk ströng fyrirmæli um það frá lækninum sínum að stunda einhverja íþrótt. Hann hugsaði sig lengi um, en ákvað síðan að prófa tennis. Tveim vikum seinna spurði læknirinn hann hvernig gengi. „Þetta gengur bara fínt,“ sagði Jónas. „Þegar ég er á tennisvellinum og sé boltann koma á fleygiferð í áttina til mín, þá segir heilinn strax: Út í horn! Bakhönd! Að netinu! Smassa! Til baka! eða eitthvað í þá áttina.“ „Þetta er alveg frábært,“ sagði þá læknirinn hrifinn. „En þá segir líkaminn:...

Jónas og Magga 147 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Jónas keypti og rak lítinn matsölustað. Flljótlega tók hann eftir litlum gömlum manni sem kom á hverju, degi og fékk sér súpu dagsins. Einn daginn spurði Jónas hann hvernig honum líkaði maturinn. Gamli maðurinn svaraði „Hann var ágætur, en það mætti vera dálítið meira brauð.“ Daginn eftir sagði Jónas þjónustustúlkunni að setja fjórar brauðsneiðar hjá gamla manninum. „Hvernig líkaði þér maturinn?“ spurði Jónas. „Hann var ágætur, en það mætti vera dálítið meira brauð,“ sagði sá gamli. Daginn...

Jónas og Magga 146 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Jónas skurðlæknir fór með fjórum öðrum læknum á gæsaveiðar. Með honum var einn heimilislæknir, einn barnalæknir, sálfræðingur og meinafræðingur. Eftir smá tíma kom fugl fljúgandi yfir. Heimilislæknirinn var fyrstur til að taka eftir honum, lyfti byssu sinnni og tók mið á fuglinn, en hikaði svo. „Ég er ekki viss um að þetta sé gæs,“ sagði hann. „Ég verð að fá staðfest álit fyrst.“ Og auðvitað var fuglinn löngu farinn áður en það fékkst. Nú kom annar fugl fljúgandi. Í þetta sinn var það...

Jónas og Magga 145 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 9 mánuðum
——————————————————————————– Magga var að borga vörurnar í kjörbúðinni þegar afgreiðslustúlkan tók eftir að Magga var með fjarstýringu fyrir sjónvarp í töskunni sinni. „Ertu alltaf með fjarstýringu með þér hvert sem þú ferð?“ spurði hún. „Nei, nei,“ sagði Magga. „Jónas vildi ekki koma með mér að versla vegna þess að heimsmeistarakeppnin er í gangi og þess vegna tók ég fjarstýringuna með mér til að hefna mín.“...

Jónas og Magga 144 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 9 mánuðum
——————————————————————————– Magga var að borga vörurnar í kjörbúðinni þegar afgreiðslustúlkan tók eftir að Magga var með fjarstýringu fyrir sjónvarp í töskunni sinni. „Ertu alltaf með fjarstýringu með þér hvert sem þú ferð?“ spurði hún. „Nei, nei,“ sagði Magga. „Jónas vildi ekki koma með mér að versla vegna þess að heimsmeistarakeppnin er í gangi og þess vegna tók ég fjarstýringuna með mér til að hefna mín.“...

Jónas og Magga 143 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Einn dag í apríl sagði Magga að það þyrfti að mála húsið að utan. „Það er enn vetur!“ sagði Jónas. „Kemur ekki til mála.“ Í maí sagðist Magga vera búin að kaupa utanhússmálningu. Jónas sagði að það væri enn of kalt til að mála. Um daginn heyrði Jónas Möggu kalla á hjálp fyrir utan húsið og fór út. Þar hjálpaði hann henni að koma upp stiganum svo hún gæti byrjað að mála. Svo fór hann inn og sóti sér bjór. Þegar Jónas var sestur í sólstólinn og byrjaður að sötra bjórinn rétt hjá þar sem Magga...

Jónas og Magga 142 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Jónas og Magga voru nýgift og nú ætlaði Jónas að setja nokkur lög. „Ég kem heim þegar ég vil, ef mig langar til þess, á hvaða tíma sem er — og án þess að fá eitthvert nöldur frá þér. Ég geri ráð fyrir að fá frábæran mat á borðið á hverju kvöldi, nema ég láti þig vita annað. Ég fer í lax, rjúpu og fyllirí með gömlu félögunum þegar ég vil og þú mátt ekki rexa neitt útaf því. Þetta eru mínar reglur! Hefur þú etthvað við þær að athuga?“ „Nei, nei,“ sagði Magga. „Svo framarlega sem þú gerir þér...

Jónas og Magga 141 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Jónas og fjölskylda voru á ferðalagi, eins og margir gera að sumarlagi, og þau höfðu stoppað við þjóðveginn til að fá sér af nestinum sínu. Þá sáu þau hvar bíll kom akandi og stoppaði og út úr honum stökk maður sem gróf dálitla holu rétt utan við veginn. Síðan fór hann aftur inn í bílinn. Smá stund leið og þá stökk annar maður út úr bílnum, fyllti holuna og stökk inn í bílinn aftur. Bíllinn fór smá spöl áfram og stoppaði og sami leikurinn átti sér stað: fyrri maðurinn snarðist út, mokaði...

Jónas og Magga 140 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Jónas kristnaðist og varð ofurtrúaður. Hann lá á bæn daginn út og inn og fór tvisvar á dag í kirkju (og stundum oftar) til að tala við guð sinn. En í næsta húsi bjó trúleysingi sem lét sér aldrei detta í hug að horfa á kirkjudyr, hvað þá fara inn. En trúleysinginn lifði góðu lífi. Hann var í vel launuðu starfi, hann var kvæntur fallegri konu og börnin hans voru heilbrigð og höguðu sér vel. Jónas, aftur á móti, var í erfiðu, illa launuðu starfi, Magga fitnaði með hverjum deginum og börnin...

Jónas og Magga 139 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Jónas var orðinn aldraður miljónamæringur og kvæntist átján ára stúlkukind. Hann var nokkuð ánægður með ráðahaginn, en eftir nokkrar vikur sagði hún honum að hún færi frá honum ef hún fengi ekki alvöru ástaratlot hið fyrsta. Þá lét hann bíltjórann sinn aka sér til mjög frægs sérfræðings. Sérfræðingurinn skoðaði Jónas hátt og lágt og sprautaði hann síðan með sérstakri útgáfu af Viagra. „Sjáðu nú til,“ sagði læknirinn. „eina leiðin til að ná honum upp er að segja ‚Bíp‘ og til að gera hann...

Jónas og Magga 138 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Sjúkraflutningsmennirnir æddu með Jónas á sjúkrahúsið um miðja nótt með, að því er virtist, heiftarlegt hjartaáfall. Læknarnir önnuðust hann alla nóttina og um morguninn var hann sendur upp á gjörgæslu þar sem aðhlynningin hélt áfram. Eftir nokkra daga kom læknir Jónasar til hans og sagði: „Jónas minn, það gleður mig að segja að þú hefur náð þér fullkomlega. Hjartað í þér er núna jafn sterkt og það var þegar þú varst fimmtán ára. Við ætlum að senda þig heim á morgun. Þú þarft ekki að hafa...

Jónas og Magga 137 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Jónas fór inn á rakarastofu og ákvað að láta raka sig reglulega vel. Þegar rakarinn er að pensla raksápunni á hann segir Jónas honum frá því hvað hann á erfitt með að fá reglulega góðan rakstur, að það standi alltaf einhverjir broddar eftir. „Ég veit alveg hvernig á að redda því,“ sagði rakarinn og tók litla trékúlu upp úr skúffu. „Settu þetta bara inn í kinnina á meðan ég raka þig.“ Jónas setti kúluna inn í kinnina og rakarinn gaf honum betri rakstur en Jónas hafði nokkru sinni fengið frá...

Jónas og Magga 136 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Magga réð til sín þjónustustúlku með mikið og gullfallegt ljóst hár. Fyrsta morguninn tók stúlkan af sér hárkolluna og sagði: „Ég er með hárkollu af því ég fæddist algerlega hárlaus. Það er ekki eitt einasta hár á líkama mínum, ekki einu sinni þarna niðri.“ Þetta sama kvöld segir Magga Jónasi frá þessu. Hann segir: „Ég hef aldrei séð neitt svoleiðis. Á morgun skaltu biðja hana að koma með þér upp í svefnherbergi og sýna þér það. Ég ætla að fela mig í fataskápnum og kíkja út.“ Daginn eftir...

Jónas og Magga 135 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Jónas dó og fór til Helvítis. Andskotinn tók þar á móti honum og lýsti því hvernig refsingum var skipt út á þúsund ára fresti og að Jónas mætti velja fyrstu refsinguna sjálfur. Í fyrsta herberginu sem þeir komu að, var verið að hýða ungan mann sem hékk uppi á vegg. Jónasi var ekkert fyrir svoleiðis og bað um að fá að sjá næsta herbergi. Þar var verið að brenna miðaldra mann með glóandi járnum. Jónas bað strax um að sjá næsta herbergi. Þar var gamall fauskur bundinn með keðjum í stól og ung...

Jónas og Magga 134 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 9 mánuðum
nennir eitthver að lesa þetta?<br><br><b>****************************************************************************************** I do what I do, I am who I am, if you don´t like it……PISS OFF -psycho 2001</b> líttu á heima síðuna mína <a href="http://kasmir.hugi.is/psycho“ target=”_blank“>hér</a> skrifaðu mér <u><b>HATE MAIL</u></b> <a href=”http://pub.alxnet.com/guestbook?id=2197398“ target=”_blank">hérna</a

Jónas og Magga 133 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 9 mánuðum
nennir eitthver að lesa þetta? <br><br><b>****************************************************************************************** I do what I do, I am who I am, if you don´t like it……PISS OFF -psycho 2001</b> líttu á heima síðuna mína <a href="http://kasmir.hugi.is/psycho“ target=”_blank“>hér</a> skrifaðu mér <u><b>HATE MAIL</u></b> <a href=”http://pub.alxnet.com/guestbook?id=2197398“ target=”_blank">hérna</a

Jónas og Magga 132 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 9 mánuðum
nennir eitthver að lesa þetta?<br><br><b>****************************************************************************************** I do what I do, I am who I am, if you don´t like it……PISS OFF -psycho 2001</b> líttu á heima síðuna mína <a href="http://kasmir.hugi.is/psycho“ target=”_blank“>hér</a> skrifaðu mér <u><b>HATE MAIL</u></b> <a href=”http://pub.alxnet.com/guestbook?id=2197398“ target=”_blank">hérna</a
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok