Ég var algjört nörd, mér fannst geggjað gaman að leika mér í risaeðluleik og fátækraleik, og svo var Barbie auðvitað toppurinn. Mér fannst samt skemmtilegast að skipuleggja allt í barbie, hver ætti hvaða föt, og hver ætti hvaða ken, við hvað þær væru að vinna… Það var líka gaman að leira, vera í legó og pleimó, auk þess sem ég var forfallinn sjónvarpsfíkill. Mér fannst líka geggjað gaman að læra, vissi fátt skemmtilegra en að gera stafsetningaræfingar heima (missti svo allan áhuga á náminu...