Myndi nú ekki alveg ganga það langt. En það er svosem þitt mál. Hinsvegar er koffín örlítið ávanabindandi og þar sem þú ert á þessum aldri ertu mun líklegari til að verða háður hlutum. Hinsvegar er ég ekkert alvitur og gæti verið að fara með rangt mál, en ég er nokkuð viss um að það sé vel óhætt fyrir þig að fá þér kaffi af og til.