Awww :/ Þetta minnir mig samt á þegar ég vann niður með granda og mætti einu sinni í vinnuna með mígreni. Ég er semsagt búinn að vera í strætó í klukkutíma og hálfann og ljósið og hljóðin alveg að drepa mig allann tímann. Svo labba ég inn og fer og stimpla mig inn, og svona 10 min seinna kemur yfirmaðurinn og spyr hvort það væri ekki best fyrir alla ef ég myndi bara fara heim og leggja mig og mæta svo þegar ég væri orðinn frískur aftur.