Bilun í MSN Messenger Ekki hefur reynst unnt að komast inn á MSN Messenger spjallerfi Microsoft í kvöld, en frá þessu er greint í frétt norska blaðsins Verdens Gang. Þar segir að um klukkan 22 í kvöld að norskum tíma, eða klukkan 21 miðað við íslenskan tíma, hafi norskir notendur MSN getað nýtt sér þjónustuna að nýju. Helge Birkelund hjá MSN í Noregi sagði við blaðið að verið væri að vinna í að gera við bilun í kerfinu. Hann sagði jafnframt að vandamálið hefði gert vart við sig hjá öllum...