Hann fékk skít út af umræðu sem hann byrjaði um trúarbrögð, þar gaf hann sterklega í skyn að hann væri sjálfur mikill ofsatrúarmaður. Svo fékk hann enn þá meiri skít þegar hann fór að ásaka mig og aðra um að vera að saka hann um vanrækslu á börnunum hans, það gerði ég aldrei og botnaði ef satt skal segja ekkert í því afhverju ég þurfti allt í einu að vera sitja undir svona ásökunum, en hann viðurkenndi síðar fyrir mér í private-skilaboði að hann hafi skrifað þessar ásakanir í reiðiskasti,...