Já, svo eru þessi hátæknilegu leikföng ekkert endilega betri. Litli frændi minn er oft í pössun hérna, og alltaf fer hann beint í bílana mína, hann elskar að leika sér með þá. Þetta eru bara venjulegir leikfangabílar frá því ég var lítill, enginn með neinu rafmagni, hljóðum, eða gerir neitt sjálfur, nema reyndar einn fjarstýrður bíll, en hann er ekkert svo hrifinn af honum. Ef bílarnir eiga að gera hljóð, tala saman, klessa á eða hvað það nú er, þá gerir frændi minn hljóðin sjálfur. Hann...