Ég man einn góðan veðurdag í unglingavinnunni í fyrra, er ég fékk að kynnast nokkrum geitungum. Það var þannig að ég var að raka með hrífunni sem ég hafði í hönd mér, og steig upp á einn hól. Ég steig örugglega beint ofan á geitungabú, því að allt í einu komu nokkrum geitungar á fæturna mína og stungu mig! Ég hljóp burt frá hólnum, í sjokki, ég á voða auðvelt með að fá sjokk. Það kom síðan í ljós að ég var með alveg nokkur stunguför, u.þ.b. 5 á hverri löpp. Mjög spes. Þetta var fyrsta skipti...