Getur einhver ráðlagt mér varðandi skjá sem ég er í vandræðum með, Compaq Presario, 4 ára? Kvikindið dettur alltaf í svona bjúglaga form, þ.e. myndin breikkar og er eins og stundaglas í laginu. Svo slær maður létt í skjáinn eða ruggar honum og þá, ef heppnin er með mér, lagast hann. Hvað er til ráða? Er skjárinn ónýtur? Er e-ð laust inni í honum sem hægt er að laga? Þetta er hrikalega pirrandi.