Þegar ég frétti af þessu fyrr í dag fór ég og kveikti á kerti á slysstaðnum ásamt mörgum öðrum. Fyrr í kvöld var friðarstund í kirkjunni sem var mjög falleg. Ég þekki sjálfur hálfsystkini hans. Mér finnst alveg fáránlegt að það hafi ekki verið sett upp hraðahindrun þarna áður. Þap hefur verið beðið um það á hverjum einasta íbúarfundi í að minnsta kosti ár.