Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Mazoo
Mazoo Notandi frá fornöld 348 stig

Re: Airbus A320

í Flug fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Nei, það eru ekki allar Airbus þotur breiðþotur. Það er almennt skilgreint þannig að ef vélin er með tvo ganga (eða þrjá :-)) eftir endilangri vélinni að þá flokkast hún sem breiðþota. Airbus og Boeing keppa í öllum stærðarflokkum, og þess vegna er samanburðurinn alls ekki út í hött. Það er spurning með tölvutæknina. Menn hafa sagt að Airbus hafi farið fram úr sér í þessu, að McDonnell Douglas hafi farið milliveginn og að Boeing hafi hingað til verið íhaldsamast. Nú er reynslan búin að sýna...

Re: fammhald

í Flug fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Til að svara de Trix varðandi Socata vélar, þá eru nokkrar staðreyndir hér á eftir: 1) Minnsta mál í heimi að fá varahluti, menn verða bara að vita hvar þeir eiga að leita. 2) Mér skilst að varahlutir í þær séu misjafnlega dýrir miðað við Cessnu, veltur á hvaða hlut vantar. 3) TBX er ekki háværari en t.d. C-180, eða C-185, eða þá Pitts svo dæmi séu tekin, en hins vegar eru hávaðatakmarkanir í Sviss alltof strangar. Þaðan er vélin keypt. …og já, þær eru fallegar og yndislegar ferðavélar, og...

Re: Fjarnám ATPL

í Flug fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Jamm, þrátt fyrir allt er ég nú sammála de Trix. Ég veit um nokkra sem eru að fara til Bretlands í námið. Það er eitthvað dýrara, en það er alveg pottþétt að það er áreiðanlegra og töluvert betra fyrir andlega heilsu, miðað við þær sögur sem maður heyrir úr Flugskóla Íslands.

Re: Airbus A320

í Flug fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Fín grein það vantar ekki. En varðandi þyngdir og stærðir og þess háttar, þá er MTOW á 757-200 113.4 tonn. Þar að auki held ég að óhætt sé að segja að Airbus 320 línan hefur hvergi nærri sama flugþol og 757. Hún getur verið á lofti hátt í níu tíma, en það er svo sem öfgadæmi. Airbus 321 nálgast 757-200 í farþegafjölda. Annars heyrði ég að Íslandsflug væri að athuga með skráningu á tveimur Airbus 310 að mig minnir. Það væri skemmtilega viðbót í flugflota íslenskra félaga.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok