Ég kaus Forrest Gump. Þetta eru allt góðar myndir en Forrest Gump höfðaði mest til mín. Það var bara eitthvað við hana og þetta er mynd sem ég get horft á aftur og aftur og aftur. Shawshank Redemption var líka mjög góð og af einhverjum völdum elska ég fangelsismyndir… Svo er það Pulp Fiction… Góð og vel gerð mynd, en ekki alveg fyrir mig. Ég veit ekki hvort ég myndi nenna að horfa á hana aftur. Skrítið hvað þetta er heilög mynd :/ Annars eru þetta allt mjög “heilagar” myndir…