Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Pæling (37 álit)

í Vísindi fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Vantar ekki alveg áhugamál um náttúruvísindi hér á Huga? (fyrir utan geimvísindaáhugamálið) Stjórnendur mættu allavega bera þetta til vefstjóra og fá hann til að hugsa málið. Einhverjir sammála mér?

Bók á ensku... (8 álit)

í Skóli fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Sælir Hugarar, ég var að velta því fyrir mér hvort einhver hérna lumaði á góðu ráði um einhverja bók á ensku sem gott væri að lesa fyrir samræmda prófið í ensku? Ég geri ráð fyrir að flest ykkar hafi tekið samræmt próf í ensku svo þið vitið svona nokkurn veginn hvers konar orðaforði kemur helst fyrir. Endilega komið með ykkar ráð um einhverja bók.

Unfair Platformer (20 álit)

í Tilveran fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Reynið að komast eitthvað áfram í þessum leik án þess að bilast og brjóta lyklaborðið. http://leikjanet.is/?gluggi=leikir_spila&leikur=1298

Hljómsveitaleikurinn (137 álit)

í Gullöldin fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Jæja, það er orðið dálítið síðan frá því að hljómsveitaleikurinn víðfrægi kom hingað hinn á Gullöldina svo að mér þótti því tilvalið að starta einum slíkum. Þeir sem ekki þekkja til hljómsveitaleiksins þá virkar það þannig að einhver segir nafn á hljómsveit t.d. The Beatles. Þá á næsti í röðinni að nefna aðra hljómsveit sem byrjar á endastafnum í þeirri hljómsveit sem sá fyrri nefni, í þessu tilviki “s” t.d. The Shadows. Þannig að ég ætla að byrja og fyrsta hljómsveitin er: Uriah Heep

Spurning (7 álit)

í Ísfólkið fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Er einhverstaðar hægt að kaupa allan bókaflokkinn um ísfólkið á íslensku? Langar alveg gríðarlega mikið að lesa þetta.

Gísla saga (13 álit)

í Skóli fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Ekki vill svo skemmtilega til að einhver lumi á glósum úr gísla sögu? Sú manneskja má endilega benda mér á þær og ég verð henni ævinlega þakklátur.

Könnunin (5 álit)

í Skóli fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Hvaða rugludallakönnun er þetta? Hlakkar þig til að byrja aftur í skólanum? Annað hvort einhver sem er virkilega snemma í hlutunum eða þá að könnunin hafi verið send inn um jólin og sé að koma fyrst núna. Ég til seinni tilgátuna líklegri. Bætt við 21. janúar 2008 - 18:05 Og já, hvers vegna er maður sem ekki kann íslensku að senda inn könnun á /skoli?

Spurning (19 álit)

í Skóli fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Ég ætla á náttúrufræðibraut í MR. Væri betra fyrir mig að taka dönsku samræmdaprófið eða er það bara hin mesta vitleysa að taka það ef maður ætlar ekki á málabraut? Eru meiri líkur á að maður komist inn ef maður tekur dönsku samræmt próf? Endilega svara takk :)

Samræmdu prófin (172 álit)

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Já, ég rakst á korkinn hér fyrir neðan og fór að velta því fyrir mér hvort það væri ekki gaman að sjá hvaða próf þið hugarar ætlið að taka sem fæddir eru 92' og hvaða skóla þið ætluðuð í? Sjálfur ætla ég að taka Íslensku, Ensku, Stærðfræði og Náttúrufræði og ég stefni á náttúrufræðibraut í MR.

Könnunin (19 álit)

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
“Á hvaða vikudegi byrjar vikan?” hljóðar þessi könnun þar sem flestir svöruðu á sunnudegi. Ég hins vegar tel vikuna byrja á mánudegi þar sem það stendur í Biblíunni að á sjöunda degi (þ.e.a.s. á sunnudegi) eigi að vera hvíldardagur og þar með getur sunnudagur nú varla verið fyrsti dagur vikunnar. Endilega komið með ykkar skýringu.

Gefins Nintendo 64! (12 álit)

í Leikjatölvur fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Vitiði eitthvað hvenær næsta sending af Super Mario Galaxy kemur í búðir?

Golden Compass myndin (34 álit)

í Ævintýrabókmenntir fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Hvernig fannst ykkur myndin þið sem eruð búin að sjá hana? Sjálfum fannst mér hún svona lala og hún hefði getað verið betri. Það er kannski örlítið frjálslega farið með söguþráðinn en samt ekki nærri jafn mikið og í Eragon sem er sennilega versta mynd allra tíma(fyrir þá sem hafa lesið bókina). T.d. þegar ráðist var á Sígyptana og einhverjir menn tóku Lýru, þá var farið með hana beint til Ragnars, konungs brynjubjarnanna en ekki á Bölvang eins og í myndinni. Þar á eftir fer Jórekur með Lýru...

Hversu langt? (7 álit)

í Geimvísindi fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Hversu langt frá Reykjavík þarf maður að fara til að geta séð himininn án ljósmengunar? og hvaða staður er bestur fyrir stjörnuskoðun?

Skólum aflýst. (74 álit)

í Tilveran fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Mínum skóla var aflýst :D Ég mætti reyndar í morgun í skólann og labbaði svo heim í versta veðri sem ég hef nokkurn tímann lent í. Einhverjum fleirum skólum aflýst?

Bibbidíbúbb (6 álit)

í Tilveran fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Er ég sá eini sem kemst aldrei inná thevikingbay.org?

Við unnum Skrekk!! (54 álit)

í Tilveran fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Hlíðaskóla vann Skrekk!!! AAAAAAAAAA víííííí Bætt við 20. nóvember 2007 - 22:36 *Hlíðaskóli

Leikir pantaðir af netinu (5 álit)

í Leikjatölvur fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Ég var að hugsa um að panta mér einhverja Nintendo 64 leiki af Amazon.com Ég er að hugsa hvort ég sé að gera einhverja vitleysu með að panta mér leikina þaðan? Virka leikir í Nintendo 64 frá Ameríku í Evrópskar vélar? Er einhver munur á www.amazon.com og www.amazon.co.uk Ég er ekki mikið inni í svona málum.

Könnunin (6 álit)

í Gullöldin fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Já, málfræðin alveg í hámarki hérna. Hvaða hljómsveit finnst þér Dúndurfréttir cover best? Haha:P Bætt við 29. september 2007 - 22:01 Nei annarst, þetta var misskilningur í mér. Ekkert að þessari málfræði.

Magnarakaup (8 álit)

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Já, ég er að hugsa um að kaupa mér lampamagnara, og spurningin er sú, hvernig magnara ætti ég að fá mér? Sú tónlist sem ég spila er mikið af þessari Gullaldar tónlist og svoleiðis, s.s. Bítlarnir, Rolling Stones og Uriah Heep. Gítarinn sem ég á er Fender Telecaster Highway 1 og ég var að vonast til að þið gætuð komið með einhverjar hugmyndir um magnara sem passar vel fyrir þennan gítar og þá tónlist sem ég spila?

Hjálp með Mario (14 álit)

í Leikjatölvur fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Ég er algjörlega fastur á einum stað þarna og spurning hvort einhver af sérvitringunum hér sé til í að hjálpa mér. Þannig er mál með vexti að ég er í borði 1-3 (kafla 1, borði nr. 3) í eyðimörkinni og er kominn að einhverjum skrítnum vegg, og fyrir framan vegginn er blár stólpur sem ég hef ekki enn fundið tilganginn með. Þegar ég ýti á vegginn kemur skrifað: “That's a Star Block. Hit it from below to end this secton.” Ég hef ekki hugmynd um hvernig ég á að gera þetta. Hjálp kannski?

Wii leikir? (15 álit)

í Leikjatölvur fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Fást wii leikir bara í Ormsson í Smáralind? Ég var að velta þessu fyrir mér því að Smáralind er bara svo langt í burtu frá mér. Eru þeir kannski líka til í Síðumúla?

Dean Gítar og Line6 magnari til sölu (9 álit)

í Hljóðfæri fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Já, ég er hérna með Dean gítar til sölu og eitt stykki Line6 magnara sem bæði voru keypt í apríl árið 2006. Ég er staddur á Höfuðborgarsvæðinu, nánar til tekið í 105 hverfinu. Áhugasamir skulu hringja í síma 866-8853 eða adda mér á MSN, bjarkis92@hotmail.com Fer saman á 40.000. Mynd: http://www.hugi.is/hljodfaeri/images.php?page=view&contentId=3589588

Labbakútur (4 álit)

í Tilveran fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Jæja kæru Hugarar. Hver hefur ekki lent í því þegar maður var lítill að pabbi manns kemur að manni æpandi orðinu labbakútur? Þá er komið að stóru spurningunni. Hvernig skilgreinir þú orðið Labbakútur í stuttu máli? :D

Phantom Hourglass (3 álit)

í Leikjatölvur fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Á hvaða leikjatölvu kemur Phantom Hourglass?

Wii connect24 (6 álit)

í Leikjatölvur fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Alltaf þegar ég fer í t.d. news channels í wii tölvunni þá kemur alltaf wii connect24 blabla eitthvað? Einhver til í að hjálpa mér hvernig ég fæ þetta wii connect24?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok