Ég fermdist “venjulega”. Annars er ég ekki kristin og var það ekki þegar ég fermdist. Hinsvegar neyddu foreldrar mínir mig til að fermast kristilega. Sjálf vildi ég fermast borgaralega eins og frændi minn, byrjaði reyndar á námskeiðinu en foreldrar mínir neituðu að leyfa mér að halda áfram. Ég vildi sleppa því að fermast frekar en að fermast kristilega en svona fór það. Annars var planið að fermast borgaralega og sleppa veislunni.