Hér er listi yfir alla, eða flesta, sem ekki myndu hrósa kökum: Gaur með sykursýki á hæsta stigi. Kökubrauðsdrengur sem hatar sjálfan sig og allt sem minnir hann á sjálfan sig. Fyrrum bakari sem missti fjölskyldu sína í hroðalegu kökuslysi. Gaur sem er í dái, og getur þess vegna ekki hrósað neinu eða neinum. Gaur sem er dáinn, og getur þess vegna ekki hrósað neinu eða neinum. Pandabjörn, auðvitað geta pandabirnir ekki talað og þess vegna geta þeir ekki hrósað neinum jafnvel þó þeir vildu það.