Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Tónlist

í Myndlist fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Boards of Canada eru mjög ráðandi í tónlistarvalinu hjá mér þegar ég teikna. Annars bara öll tónlist sem er ekki of æpandi á atyglina hjá mér - Frekar eitthvað rólegt sem að ómar í bakgrunninum án þess að ég fari iða um og garga með… Þá verða allar línur skakkar og stjórnlausar. :P

Re: Flakkarar

í Apple fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Flakkarinn er sennilega formattaður á Windows Only format (NTFS). Eina leiðin sem ég veit um (fyrir utan að keyra windows á makkanum þínum) til að skrifa á NTFS úr Mac er að nota MacFUSE. MacFUSE er svona hermir sem að gerir manni kleift að skrifa á NTFS flakkara - en ekki “natively” svo þetta verður aðeins hægvirkara en á Windows tölvunum, en það er betra en að ekkert gerist. MacFUSE er ókeypis og hægt að sækja hérna: http://www.macupdate.com/info.php/id/23729/macfuse

Re: innlent eða erlent niðurhal?

í Apple fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Já, segðu. Ég fékk svona “trekkt” á mig fyrir nokkru og þá var tengingin takmörkuð við 500 kb/s þannig að ég gat ekki lengur horft á sjónvarp símans án þess að það hikstaði og væri með leiðindi. Hvað þá verið á netinu á meðan það var kveikt á því.

Re: innlent eða erlent niðurhal?

í Apple fyrir 15 árum, 7 mánuðum
ég er búinn að komast að því að ekkert af fyrirtækjunum býður upp á raunverulegt, ótakmarkað erlent niðurhal. Það er víst alltaf sett á mann svona trekt ef maður sækir of mikið.

Re: Þinn Topp 10 listi?

í Leikjatölvur fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Dem, ég er á leiðinni á hausinn, sé ég! o_O

Re: Þinn Topp 10 listi?

í Leikjatölvur fyrir 15 árum, 7 mánuðum
o_O Djö… Ég sem er búinn að vera að halda í mér að kaupa PS3!! Ég er byrjaður að safna! o_O

Re: Heimsíðu gerð .

í Apple fyrir 15 árum, 7 mánuðum
RapidWeaver - Alveg hiklaust! http://realmacsoftware.com/rapidweaver/

Re: Þinn Topp 10 listi?

í Leikjatölvur fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Ég nenni ekki að raða þessu neitt sérstaklega upp: Super Mario Bros 3 (NES) Bionic Commando (NES) MYST - Allir (PC/Mac) Resident Evil 4 (GC) Pilot Wings (N64) Resident Evil 2 (PSX) Gran Turismo 1 og 2(PSX) Grand Theft Auto: Vice City (PS2) Final Fantasy VII (PSX) Master of Orion (PC/Mac) The Legend of Zelda: Wind Waker (GC) Megaman 2 (NES) Advance Wars: DS (ömm… NDS) Monkey Island Serían (PC/Mac) Mario Party 4 (GC) Merkilegt að á meðan ég dýrka flesta Wii leikina mína, þá finnst mér enginn...

Re: Þinn Topp 10 listi?

í Leikjatölvur fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Hah! Bionic Commando! Þú færð stórt prik frá mér fyrir þessa tilnefningu - Ég dýrka þennan leik! Ég rímixaði meira að segja fyrsta borðs lagið hehe. Varstu búinn að finna GameBoy útgáfuna af honum? Það eru mörg ný borð í honum o.fl. :)

Re: Ég er að leita að forriti...

í Apple fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Sniðug hugmynd! Ég veit ekki hvort þessi virka, en ef eitthvað getur gert það sem þú spyrð um, þá er það annað hvort þessara forrita: USB Overdrive http://www.usboverdrive.com/USBOverdrive/News.html GamePad Companion http://www.carvware.com/gamepadcompanion.html

Re: Forrit i Mac(logic t.d.)

í Apple fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Ég veit ekki hvernig það er með logic studio, en með tónlistarforrit eins og Ableton Live þá er það þekkt fyrir að virka fínt “fengið að láni” í svona 30-60 skipti áður en það grillast… Þá er betra að vera búinn að rendera öll lögin sín á snið sem að önnur forrit geta skilið eða einfaldlega kaupa forritið.

Re: iMac-inn minn er farinn að hægja á sér - hjálp!

í Apple fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Frænka mín er að díla við það sama á iMac vélinni sinni. Ég á eftir að kíkja á það en ég ætlaði einmitt að byrja á því að losa pláss á harða diskinum og renna main menu eða OniX í gegn. Það sem ég hafði síðan hugsað mér að gera ef þetta myndi ekki virka væri að taka afrit af vélinni og formatta hana - þá ætti hún undantekningarlaust að verða eins og ný. Þú getur líka prófað að fara í Applications –> Utilities –> Activity Monitor Þar ættirðu að geta séð hvort það sé t.d. eitthvað forrit að...

Re: macbook og leikir

í Apple fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Þetta eru lágmarksspeksin fyrir Crysis: Minimum Requirements CPU: Intel Pentium 4 2.8 GHz (3.2 GHz for Vista), Intel Core 2.0 GHz (2.2 GHz for Vista), AMD Athlon 2800+ (3200+ for Vista) or better RAM: 1GB (1.5GB on Windows Vista) Video Card: NVIDIA GeForce 6800 GT, ATI Radeon 9800 Pro (Radeon X800 Pro for Vista) or better VRAM: 256MB of Graphics Memory Storage: 12GB Sound Card: DirectX 9.0c Compatible ODD: DVD-ROM OS: Microsoft Windows XP or Vista DirectX: DX9.0c or DX10 Recommended...

Re: macbook og leikir

í Apple fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Þetta er allt spurning um hvernig og hvaða leiki þú ætlar að leika þér í. Það eru alveg til leikir sem að hiksta sundur og saman á tölvu með 3.2 GHz Intel core duo og 1.5 GB skjákorti… Það er engin fartölva svo öflug í dag svo ég viti til.

Re: Teikniborð!

í Myndlist fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Úff, ég nota mitt svo mikið að ég er búinn að eyða oddinum af! Það fylgdu nokkrir með… Bara spurning um að finna þá.

Re: Teikniborð!

í Myndlist fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Til hamingju með teikniborðið! Ég sé að þú hefur náð tökum á því að teikna með því samstundis! :D

Re: Annað skot frá Púkalandi

í Apple fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Þakka þér fyrir! :)

Re: macbook webcam á msn ? hjááálp!

í Apple fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Haha! Sama hér! :P Bætt við 22. ágúst 2008 - 14:49 -Með æluna sko…

Re: macbook webcam á msn ? hjááálp!

í Apple fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Getur líka notað Mercury Messenger fyrir Mac… En hann er, eins og aMSN stór, þungur, ljótur, hægur og leiðinlegur… En býður upp á alla fídusana sem manni dettur í hug svona í fljótu bragði.

Re: Teikniborð

í Myndlist fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Oftast er svo hægt að finna þessi númer á netinu ef maður týnir þeim… Svona ef maður veit hvar maður á að leita. ;)

Re: Teikniborð

í Myndlist fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Jú, það hljómar ekki ósennilega. Ég held að lítið borð ætti að duga þér ágætlega. :) Nema þú sjáir fram á að þú farir út í að kaupa stærri skjá eitthvað á næstunni. Annars er mig farið að gruna að þú sést með fartölvu og þá er ekkert djók að skipta um skjá. :P

Re: Teikniborð

í Myndlist fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Á Mac tölvu smellirðu á eplið efst til vinstri og velur system preferences og þar ferðu í Monitors. Á Windows hægrismellirðu á desktoppinn og velur þar neðsta möguleikann (settings held ég að það heiti eða eitthvað svipað) og þá kemur upp svona gluggi með alls konar flipum efst og í einum þeirra (lengst til hægri, held ég) er hægt að sjá upplausnina… Annars er örugglega einhver hérna á Windows sem að getur lýst þessu betur ef þú finnur þetta ekki.

Re: Teikniborð

í Myndlist fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Ah, já, ég er með 15" skjá í 1280x760 pixlum. Ef þú ert með svona lítinn skjá, þá gæti vel verið að minni borðin séu bara perfect í þetta… Spurning með upplausnina samt líka. Ef upplausnin hjá þér er sú sama eða svipað há og hjá mér, þá er lítið borð fínt, en ef upplausnin er eitthvað mikið hærri, þá myndi ég samt fá mér stærra borðið.

Re: Teikniborð

í Myndlist fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Ég byrjaði á Wacom Graphire 3, það er held ég svona svipað og Bamboo One, en smæðin háði mér alltaf. Varð ekki almennilega sáttur fyrr en ég fékk mér Bamboo Medium. En jú, minna borðið ætti að virka mjög fínt, en það munar bara 10 þúsund kalli.

Re: Teikniborð

í Myndlist fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Ég er með Bamboo Fun Medium sem ég keypti í Apple búðinni og nota það til að teikna Púkalandið og svo vinn ég ljósmyndirnar mínar með því. svona aðalmunurinn á Bamboo og Intuos línunum (fyrir utan verðið) er að Intuos hefur tvöfalt hærri snertinæmni en Bamboo… En fyrir mig eru rétt rúmlega 500 snertipunktar alveg plentý. En ég mæli samt með því að þú takir ekki minna borð en Bamboo Fun Medium. Því minna teikniborð, því erfiðara er að teikna.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok