Mér hefur alltaf fundist gaman að spila CM og á eldri útgáfur af leiknum. Uppá síðkastið hef ég byrjað aftur að spila eftir að hafa tekið mér 6 mánaða hvíld. En það sem er óvenjulegt að þessu sinni er að núna er ég að prófa að spila leikinn yfir netið. Og ég verð að segja að er bara hörku skemmtilegt. Við höfum nokkrir félagar prófað að spila á LANI heima hjá einhverjum sem er þræl gaman - en að spila leikinn yfir netið er ekkert síðra. Í upphafi þegar við vorum að tengja okkur lentum við í...