Þetta er enn einn trojaninn sem er að ganga. Ég er ekki með neitt staðfest nafn á honum en hann virkar þannig að hann smitar MSN forritið ykkar þannig þið farið að dreeifa ýmsum skilaboðum til vina ykkar.

Ef þið fáið einhver skilaboð lík þessum á MSN, ekki smella á tengilinn!

Jón says:
http:// youtube.opendns.be/watchv=6QW0-5tkh8.youtube.com watch my vid and comment on it plz! (L)


Þið sjáið að orðið “youtube” er á tveim stöðum þarna og að slóðin líkir einnig eftir slóðunum sem YouTube notar (watchv=6QW0-5tkh8). Látið hins vegar ekki blekkja ykkur þar sem lénið fyrir þessa síðu er opendns.be - ekki youtube.com eins og stendur í endanum.

Slóðin lítur svona út: x.y.z/watchv=6QW0-5tkh8.youtube.com

Y og Z (Y.Z) eru lénið fyrir síðuna. Ekki láta plata ykkur. Lesið varlega yfir svona slóðir til að tryggja að þær séu frá réttum aðilum og að þær séu réttar.

ATH! Einnig langar mig að benda á aðra vírusa. Einhver vírus sem byrjar á vidtube og annar sem byrjar á imageshack.vze.com. Ég hef ekki orðið þeirra var en hafið augun opin.
Gaui