Nýr MSN faraldur: clicktoforyou.com Upp á síðkastið hef ég orðið meira og meira var við nýjan “vírus” sem gengur manna á milli í gegnum spjallforritið MSN.

Síðan gengur einnig undir léninu BlockDelete.com

Þetta er í raun ekki vírus, heldur “phishing”, en það gengur út á það að plata fólk til að slá inn ýmsar persónulegar upplýsingar, til dæmis eins og í þessu tilfelli, aðgangs- og lykilorð að MSN.

Ef þið stundið eitthvað MySpace hafið þið eflaust séð ýmsar auglýsingar frá MACY*s í athugasemdum hjá fólki. Þessar auglýsingar eru sendar frá aðgangi fólks sem verður það óheppið að lenda í þessu phishing.

Hvað er þetta phishing?

Þetta virkar þannig að einhver smellir á einhvern phish-tengil inni á MySpace, sem þú heldur að sé eitthvað annað en það er, og það flytur þig á síðu, sem lítur út nákvæmlega eins og MySpace innskráningarsíðan. Margir taka ekki eftir því að þetta er í raun og veru ekki MySpace innskráningarsíðan og slá inn aðgangs- og lykilorðið sitt í von um að komast aftur inn á MySpace. En þetta gerir eigendum phishing síðunnar það kleift að senda út auglýsingar og hvaðeina á nafni þeirra eða í gegnum aðgang þeirra.

Þessi clicktoforyou.com síða virkar alveg eins. Ég get ekki séð að það gerist eitthvað ef þú smellir bara á tengilinn, en hins vegar ef þú skrifar inn innskráningar-upplýsingarnar þínar munu þeir nota þær til að auglýsa síðuna til vina þinna og allra þeirra sem eru á MSN hjá þér.

Ástæðan af hverju fólk tekur ekki eftir því þegar það er “sýkt” er út af því að þeir senda auglýsinguna/skilaboðin um leið og viðkomandi skráir sig út.

Skilaboðin líta svona út:

Siggi Sýkti says:
httð://www.clicktoforyou.com


(slóðin er viljandi gerð röng)

Hvernig á að fjarlægja þetta?

Það er ekki hægt að fjarlægja þetta, vegna þess að það er ekkert til að fjarlægja. Þetta er ekki eitthvað sem fer í tölvuna (vírus, trója, o.s.frv.). Auðveldasta lausnin til að stoppa þetta er að breyta lykilorðinu á aðganginum sínum, þar sem ef því er breytt komast þeir ekki lengur í gegnum aðganginn.

Hafið svo varann á og ekki smella á neinar útlenskar síður sem þið kannist ekki við, og allra síst frá aðilum sem þið kannist lítið/ekkert við.

*** Breytt 29.11.07 ***

Þeir eru víst búnir að taka þetta niður á clicktoforyou.com og free-offers-for-you.com og beina manni á einhverja leikjasíðu í staðinn. Hins vegar virkar blockdelete.com ennþá. Hafið varann á. :)
Gaui