Ég ætla héðan í frá á nokkurra mánaða fresti að henda alltaf inn hvaða vírusvörn er talin vera best á markaðnum hverju sinni. Tekin eru ýmisleg próf á hverri vírusvörn fyrir sig og að lokum er allt lagt saman og heildarprósenta prófananna reiknuð út, ásamt því að gefa vírusvörnunum stjörnur (0-3).

Ástæðan fyrir því af hverju ég birti síðustu niðurstöður síðan í febrúar er sú að þessi allsherjar próf eru ekki gerð nema á fjögurra mánaða fresti, og voru síðustu próf gerð í febrúar sl.

Prófin sem eru gerð eru uppgötvanir á m.a. dialerum, PUP's (Potentially Unwanted Program), DOS vírusum, Windows vírusum, macro vírusum, script vírusum, ormum, bakdyrum, trójum, ofl.

Hér eru niðurstöðurnar:

AntiVir PE ***: 98,85%
AntiVirusKit (AVK) ***: 99,45%
Avast! Professional **: 93,86%
AVG Anti-Malware **: 96,37%
BitDefender Prof. **: 96,11%
Dr. Web *: 89,27%
eScan ***: 97,89%
FortiClient **: 93,99%
F-Prot **: 93,27%
F-Secure ***: 97,91%
Kaspersky ***: 97,89%
McAfee *: 91,63%
Microsoft OneCare: 82,40%
NOD32 **: 96,71%
Norman Virus Control **: 93,63%
Norton Anti-Virus **: 96,83%
TrustPort AV WS ***: 99,36%

Topp 5 vírusvarnirnar:

1. AntiVirusKit (AVK): 99,45%
2. TrustPort AV WS: 99,36%
3. AntiVir PE: 98,85%
4. F-Secure: 97,91%
5. Kaspersky & eScan: 97,89%

Samantekt:

- Skýrsla
Gaui