Eins og ég tilkynnti áður þá er kominn nýr MSN vírus en hann ber nafnið IMProfile.net Virus. Hann virkar þannig að maður fær senda slóð frá sýktum aðilum á MSN. Ef smellt er á slóðina sýkist tölva viðkomandi.

Slóðin lítur einhvern veginn svona út:

http://wwv28.emoprofile.net/emo.php?msn=mitt@email

Óvíst er hvað vírusinn gerir í raun og veru en ef skoðað er emo.php skjalið, þá er það einhver compilaður kóði sem keyrir og gerir eitthvað við vél viðkomandi.

Til allrar lukku er komið fix fyrir þennan vírus þannig að þið sem eruð sýkt af þessum leiðindar vírus getið sótt fixið hér…

http://gaui.is/virus/impFix.zip

Einnig væri vel þegið að ef þið rekist á eitthvað svipað þessu, að þið senduð mér einkaskilaboð með upplýsingum og hugsanlega hvernig hægt sé að losa sig við þetta. Þá myndi ég skella því hingað inn svo að notendur /Netið geti verið við öllu búnir.
Gaui